miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Gömlu góðu Barcelona...

Barcelona mættu Celtic á gríðarlega erfiðum útivelli í kvöld í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar og unnu 2-3; fyrri leikur. 60.000 bandbrjálaðir Skotar tóku vel á móti þeim.

Það er skemmst frá því að segja að Barcelona sýndu stórkostleg tilþrif í fótbolta, vægast sagt. Þvílíkt lið. Skoðum fyrst smá tölfræði úr leiknum.
* Marktilraunir: 5-24
* Possession: 28% - 72%
* Horn: 1-8

Mörkin:
1-1 (Messi litli): Hraðabreyting, þríhyrningur við Deco, tekur varnarmanninn á sprettinum og klárar með smá heppnisstimpli við hægra markteigshornið.
2-2 (Henry): Signature mark. Barcelona vinna boltann framarlega á vellinum, Dinho rennir honum á Henry sem leikur upp að vinstra vítateigshorninu og smellir boltanum í hægra hornið uppi með smá snúning. Glæsimark.
2-3 (Messi litli): Eto'o með lélega sendingu inní teig frá hægri og boltinn hrekkur af Celtic manni beint á Messi rétt fyrir utan markteiginn. Messi klárar svo færið snilldarlega með frábærri gabbhreyfingu og eldsnöggu skoti í fjærhornið.

Spilamennskan:
Barcelona voru gríðarlega einbeittir og menn létu boltann ganga býsna vel; líka Messi og Dinho. Flæðið á boltanum var með ólíkindum. Það kom smá tölfræði á skjáinn þegar ca 10 mínútur voru eftir. Þá voru Barca menn búnir með 500 sendingar (82% á samherja) gegn 162 (60% ca) hjá Celtic. Varnarmennirnir reyna alltaf að spila útúr vörninni og undantekningar að sjá yfir 30 metra sendingar.

Framlínan var beitt og vinnusöm og mörg af bestu tækifærum Barcelona sköpuðust eftir baráttu framherjanna. Þeir voru Dirk Kuytar varnarlega, en global hnífar sóknarlega á meðan Dirk er Ikea hnífur.

Já, og Liverpool unnu í gær góðan 2-0 sigur á Inter og Lakers eru á siglingu. Það eru góðir tímar þessa dagana.

Efnisorð: ,