mánudagur, febrúar 11, 2008

Molar....

* Gamli... góði villi.

* Gamall fótboltafélagi í USA er að gera það gott. Frábært hjá honum. Ég man einu sinni þegar hann gisti hjá BK, vaknaði snemma og stalst í tölvuna og....

* Lakers. Ég sá Lakers leggja Orlando af velli á föstudaginn og svo Miami í gærkvöldi. Það snöggkólnaði í Florída á tveimur dögum. Ég er að fíla Lakers þessa dagana. Þeir eru ljósið í myrkrinu hjá mínum liðum. KB24, Odom, Pau, Turiaf, Farmar og svo Bynum þegar hann kemur aftur. Þetta er alvöru lið, og bíðið bara eftir að Coby Karl springur út. Djöfull er ég að fíla þetta. Það heyrist lítið í Bulls mönnum þessa dagana. Það var flottur monster samningurinn sem þeir gerðu við Ben Wallace á sínum tíma.

* Liverpool. Þvílík skita. Reyndar voru þeir betri gegn Chelsea á brúnni, þrátt fyrir að vera einum færri allan tímann, en betur má ef duga skal. Ég vil fá Benitez burt eftir þetta tímabil.

* Ég lýsi yfir stuðningi við Barack Hussein Obama.

* Ég vil fá Villa burt og það strax. Það tekur enginn þennan gæja alvarlega lengur. Í vinnunni hjá mér í dag var hlegið að honum og það var veðjað: Mun hann klökkna? Verður hann með kolluna? Mætir hann á fundinn?

* Ég er í heilsuátaki og er búinn að vera í því í tæpan mánuð. Ég mæti í Laugar svona 4 sinnum í viku, hleyp, skíðavélast og tek aðeins í lóð. Ég er búinn að minnka gosdrykkju um rúmlega helming. Núna drekk ég vatn með lime. Það er býsna gott. Ég er farinn að sjá árangur og er þegar hálfnaður að markmiðinu, sem var að losna við 5 kíló fyrir lok mars. Mælanleg markmið eru bestu markmiðin. Reyndar segir Bryan Tracy að markmið eigi að vera skrifleg, en þetta er skrif að í kollinn, já og á bloggið hér með.

* Efnahagsmál: Krónan veikist og veikist, evran er að detta í 100 kall og bandaríkjadalur í 70. Svo sem ekkert óeðlileg gildi en samt kemur þetta við budduna á þeim sem eru með erlend lán og ekki síður þeim sem eru með innlend lán. Það er nefnilega þannig að ca 40% af neyslu landans kemur frá innfluttum vörum og nú eru hækkanir framundan = hærri verðbólga = verðtryggð lán hækka. Allir tapa. Hrávörur hafa einnig hækkað gífurlega á síðustu 12 mánuðum; olía, hveiti, sykur, korn, o.s.frv. Hækkanir á matvælum eru framundan, ekki spurning. Verðbólga eykst enn frekar. Húsnæði er líklega að fara að lækka, hlutabréf hrynja, stýrivextir eru í hámarki, einkaneysla dregst saman. Hvað gera bændur? Hvað gerir Davíð?

Efnisorð: , , , , , ,