fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Óskarsverðlaunin 2008

Ég er að vinna í því að horfa á þær myndin sem tilnefndar eru til óskarsverðuna í gær. Það gengur ágætlega.

Juno: Lítil sæt mynd um stelpu í menntaskóla sem verður ófrísk en vill ekki eiga barnið sjálf. Ok hljómar kannski ekki spennandi, en er bara skrambi góð mynd og dettur aldrei í neina væmni og leiðindi. Þetta er svona nettur Little Miss Sunshine fílingur. Tilnefnt sem besta mynd, besta handrit, besta leikstjórn og stelpan er tilnefnd sem besta leikkona.

Charlie Wilson´s War: Sæmilegasta mynd, þrátt fyrir að Julia Roberts leikur í henni. Philip Seymour er tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hann er alltaf góður. En myndin olli nokkrum vonbrigðum, ég átti von á einhverju betra.

The King of Kong
: Þetta er heimildarmynd um tvo gæja sem eru að keppast um að verða besti Donkey Kong spilari í heiminum (Bandaríkjunum, en þeir þurfa að kalla allt "world champion"). Billy nokkur Mitchell fer á kostum. Hér er ítarleg umfjöllun. Þetta er frábær mynd.

Með bestu heimildarmyndum sem ég hef séð, svo góð að ég hef horft á hana núna tvisvar sinnum. Þótt það gæti virst ótrúlegt að heimildarmynd um gaura sem spila gamla tölvuleiki endalaust sé spennandi þá er hún það mjög.

Næstar á dagskrá eru There Will be Blood og Michael Clayton. Atonement nenni ég ekki að sjá.