laugardagur, febrúar 02, 2008

New York - NBA - Lakers

Ég er að fara til NY núna í lok febrúar og verð í viku. Fyrst mun ég eyða helgi í e-ð chill og síðan sæki ég þetta námskeið í 4 daga.

Stefnan er sett á 2 NBA leiki í Madison Square Garden. Fyrst mæta New Orleans Hornets í heimsókn á mánudeginum og síðan eru það Lebron James og félagar í Cleveland Cavaliers á miðvikudeginum. Bæði fín lið sem hafa verið að spila vel uppá síðkastið. Það sama má ekki segja um heimamenn í Knickerboxers. Ég hlakka til að fara í Garden.

En frétt fréttanna og mál málanna er hins vegar koma Pau Gasol til Lakers, og ekki síður brotthvarf Kwame Brown frá Lakers. Bæði frábærar fréttir. Lakers eru núna officially komnir í hóp þeirra liða sem geta unnið titilinn í ár. Svo horfði ég á Kobe setja 46 stig í nótt gegn Toronto. Lakers er málið þessa dagana, hin liðin mín ekki.

Efnisorð: