miðvikudagur, október 04, 2006

Freakonomics...

Í gærkvöldi kláraði ég að lesa bókina Freakonomics. Hún er skrifuð af hagfræðiprófessor við Chicago háskólann og blaðamanni New York Times. Bókin kostar 1.386 kr í Bóksölu Stúdenta.

Skemmtilegri bók hef ég ekki lesið langa langa lengi.

Kaflaskiptingin er eftirfarandi:

Chapter 1: What Do Schoolteachers and Sumo Wrestlers Have in Common?

Chapter 2: How Is the Ku Klux Klan Like a Group of Real-Estate Agents?

Chapter 3: Why Do Drug Dealers Still Live with Their Moms?

Chapter 4: Where Have All the Criminals Gone?

Chapter 5: What Makes a Perfect Parent?

Chapter 6: Would a Roshanda by Any Other Name Smell as Sweet?

... og það sem er skemmtilegast við þetta, er að þetta eru ekki bara einhver flott kaflaheiti, heldur fjalla kaflarnir virkilega um þessi málefni, og það á skemmtilegan hátt. Kaupið þessa bók strax í dag.

Uppáhaldskafli: Kafli 3.

Niðurstaða: 9,5.
Vægi: Mjög mikið.