þriðjudagur, október 10, 2006

Sjónvarpsgláp...

Ég er tarnamaður. Ég horfi á sjónvarp í törnum. Skammtíma-stöðugleiki.

Í dag og í gær horfði ég á 9 þætti af Office (US version). Það er sem sagt 1.serían + 3 þættir í 2.seríunni. Ég verð að viðurkenna að þetta eru ansi skemmtilegir þættir. Að vísu veit ég ekki alveg hvort þeir séu betri en breska útgáfan, en ég hef heyrt báðar sögurnar. Ég mun skoða bresku útgáfuna við tækifæri.

*******************

Núna áðan horfði ég svo á pilot-inn af Studio 60 on the Sunset Strip, en þetta er glænýr þáttur frá NBC. Matthew Perry leikur þar aðalhlutverk ásamt nokkrum semi-þekktum leikurum.

Þessi þáttur lofar mjög góðu. Hann fjallar um fólk sem er að stjórna þættir sem er eiginlega alveg eins og Saturday Night Live. Ég mun fylgjast með.