miðvikudagur, október 18, 2006

Í anda 24?

Nei, það eina í Vanished sem er í anda 24 er annars vegar John Allen Nelson, a.k.a. Cummings, og hins vegar fyrirsjáanlegur fjöldi svikara.

Á sama hátt gæti Lost verið í anda 24.

Jú, þar leikur Agent Baker og fólk er drepið.

En engu að síður, Vanished fór vel af stað á Sirkus á sunnudaginn. Ég ætla að horfa næsta sunnudag, klukkan 21:00.