föstudagur, október 20, 2006

Ísland - Danmörk

Ég er búinn að fara tvisvar í bíó á skömmum tíma. Annars vegar íslenska mynd, og hins vegar danska.

Börn:
Í gær sá ég Börn. Væntingarnar voru nokkuð miklar, og stóðst myndin ekki þær væntingar. Hún er engu að síður góð, en ekki stórkostleg. Góð videospóla.

Drömmen:
Þetta er dönsk mynd sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni á dögunum. Myndin á að gerast árið 1969 og fjallar um ungan pilt sem býr á sveitabýli einhvers staðar í Danmörku, og samskipti hans og fjölskyldu hans við ofbeldisfullan skólastjóra. Spennandi?

Þetta var frábær mynd. Hreyfði mun meira við mér heldur en Börn. Skylduáhorf.

Þannig er það nú bara. Danir eru betri en Íslendingar í að búa til gott bíó.