fimmtudagur, október 19, 2006

Börsungar...

Þeir voru slakir í gær gegn Chelsea. Vægast sagt.

"Messi litli" var á vellinum og vildi meina að seinni hálfleikurinn hafi verið slakasti hálfleikur liðsins í langan tíma. Mikið til í því.

Annars er alltaf gaman af Drogba. Ég hreinlega elska að hata manninn. Jafnvel þegar hann er að reyna að gera e-ð gott. Mest hata ég hann þó þegar hann dettur með slíkum tilþrifum að halda mætti að Jack Bauer hafi skotið hann í hnéskelina með haglabyssu.

Hvenær ætli við fáum að sjá Didier aftur í rauða leðurjakkanum og þröngu snjóþvegnu gallabuxunum, sem hann var í eftir sigurinn á Barcelona í Meistaradeildinni fyrir 2 árum? Það var augnakonfekt!