þriðjudagur, október 10, 2006

Holland...

... meira af ferðamálum.

Nýlega pantaði ég ferð til Hollands. Þangað munum við fara í smá fjölskylduferð í júní á næsta ári. Samtals 2. vikna ferð.

Við munum eyða mestum tímanum í garði sem heitir De Eemhof. Þetta er svipaður garður og Kempervennen, sem margir þekkja, og það er sama fyrirtækið sem á þessa garða, ásamt mörgum öðrum í Evrópu.

Garðurinn er í 30 mín fjarlægt frá Amsterdam, og steinsnar frá Rínardalnum og mörgum öðrum spennandi stöðum í Þýskalandi. Þetta ætti að vera helv. fínt.

***********

Lakers spila í Garden þriðjudaginn 30. janúar 2007. Full kalt þá held ég.