föstudagur, febrúar 27, 2004

Flöskudagur...

... víha. Köllum þetta frekar pítsudag. Nú hefur Hagnaðurinn bakað pítsur 4 föstudaga í röð, og í dag verður engin breyting þar á.

Hef ég verið að þróa mitt eigið deig og sósu og heldur sú þróunarvinna áfram þar til ég hef náð fullkomnun (sumir vilja reyndar meina að ég hafi þegar náð henni, en það er þeirra skoðun).

Hver veit nema einhverjum heppnum einstaklingi verði boðið í kvöld? Ef þið viljið vera sú heppna/heppni, þá endilega færið rök fyrir því hér í commentunum að neðan af hverju ég ætti að bjóða ykkur.

Kær kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Uss uss uss...

... MR-ingar tæpar í Gettu Betur. Hefði endað 11 ára sigurgöngu.

Það munaði Russellnum.

Lítill hagnaður í því.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Ullabjakk og jájájá...

... einhver gella (lesist: viðbjóður) sem heitir Toni, og er í Paradise Hotel er mesta ógeð í sögu ógeðanna. Ég horfði á þennan þátt áðan í 15 mínútur og mig langaði að gubba.

"Gay is good. Gray is bad" - Carson Kressley. Alltaf jafn gaman af Queer Eye.

... Las Vegas er nýr þáttur á Stöð 2. Fer bara vel af stað að mínu mati. Tjúna inn næsta þriðjudag.

... 24 er endursýndur í kvöld. Tune in.

Sjónvarpsblogg,
Hagnaðurinn
"Betri en Myllan"...

... var sagt um vatnsdeigabollurnar sem ég bakaði í gær.

Hvað get ég sagt?
Hagnaðurinn
Heitar fréttir...

... heimildir Hagnaðarins herma að Bjarni Þór Pétursson, aka Stiftamtmaðurinn, sé hættur að spila knattspyrnu með fótboltafélaginu Fram. Ástæður eru ókunnar að svo stöddu, en nýrra frétta er að vænta innan skamms.

Það verður mikill sjónarsviptir af Bjarna fyrir íslenska knattspyrnu. Með þessu er Bjarni kominn í hóp manna á borð við Hagnaðinn, Baldur Knútsson, Kristján Brooks, Gunnar Svein Magnússon, Sigurð Elí Haraldsson og Jónatan Grétarsson (kannski ekki hann) og fleiri.

Ljóst er að það mætti búa til nokkuð sterkt lið með þennan mannskap. Tíminn verður að leiða í ljós hvort það gerist.

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, febrúar 23, 2004

An apple a day keeps the doctor away.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Burger King...

... Hagnaðurinn brá sér á Burger King fyrr í dag ásamt ástkonu sinni. Spenningurinn fyrir þessari ferð var þónokkur.

Burger King er nýjasti staðurinn í hinnu miklu innrás bandarískra veitingakeðja inná íslenskan markað. Hard Rock reið væntanlega á vaðið, og á eftir fylgdu McDonald´s, Subway, Ruby Tuesday, TGI Friday´s og KFC svo nokkrir séu nefndir. Þessi þróun hefur leitt til þess að gamlir og góðir staðir eins og Tomma-borgari heyra sögunni til. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun.

Áður en Hagnaðurinn fór í Smáralindina fyrr í dag kíkti hann í reynslubankann. Þar má finna bæði plús og mínus:
A) Mínus: Hagnaðurinn hefur þónokkra reynslu af Burger King eftir 3 ára dvöl sína í suðurríkjum Bandaríkjanna í kringum síðustu aldamót. Sú reynsla samanstendur af feitum sveittum borgurum, skítugu hörundsdökku starfsfólki og subbulegum veitingastöðum þar sem rauðhálsar slöfruðu í sig kræsingunum.

B) Plús: Hagnaðurinn á ágætis minningar frá Burger King staðnum við ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Hann er staddur við upphafið (eða endann) á Strikinu, og ágætt er að byrja langan innkaupadag á þessum stað.

... Snúum okkur þá að Íslandi. Þar sem ég keyrði framhjá McDonald´s á leiðinni uppí Smáralind leit ég til norðurs og hugsaði: "þið hefðuð ekki átt að rukka fyrir tómatsósuna". Burger King staðurinn er ágætlega hannaður; opinn og skemmtilegur og greinilegt að þarna er 'really-fast-food´staður á ferðinni. Þó var fyrirkomulagið á röðunum heldur óljóst. Einnig þarf maður að hella sjálfur í glösin sín, og var þar þröngt á þingi.

Ég ákvað að panta mér Whopper máltíð, rétt eins og áðurnefnd ástkona mín. Whopper er svona Big Mac Burger King. Verðið var 799 krónur. Svo spurði afgreiðslumaðurinn mig á enskri tungu hvort ég vildi ost. "Sure" svaraði ég að bragði. Svo kom reikningurinn og hann hljóðaði upp 1698 krónur. Glöggir lesendur ættu að vera búnir að átta sig á því að það er rukkað 50 krónur fyrir ostinn, þ.e. hvora sneið. Mér blöskraði.

Máltíðin var alls ekki góð. Borgarinn var full djúsí fyrir minn smekk og grænmetið skorið of þykkt. Hann hékk illa saman og var þetta ekki góð upplifun að borða þetta. Svo er þetta Burger-King-bragð sem verður ekki útskýrt í orðum. Kalt mat: Ekki góður hamborgari. Franskarnar voru ekkert skárri. Ég kann að meta stökkar franskar sem jafnframt eru frekar þurrar (þ.e. ekki löðrandi í olíu). Burger King franskarnar uppfylltu hvorugt.

Niðurstaða:
Þokkalegur staður með slæmum mat. Ég hef ákveðið að setja viðskiptabann á Burger King frá og með deginum í dag. Hver sá sem sér mig borða mat frá þessum stað hér á landi hefur rétt til þess að rukka mig um 1.000 krónur í beinhörðum peningum.

Mæli ég heldur með Old West.

Virðingarfyllst,
Hagnaðurinn

I am
p

Everyone loves pi

_

what number are you?

this quiz by orsa

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Hagnaður....

... jájá:
Shalimar
Heimilisfang: Austurstræti 4, 101 Reykjavík
Sími: 5510292
Heimasíða: www.shalimar.is
Tveir fyrir einn af matseðli. Gildir alla daga. Ótakmarkað.

Svona hljómar tilboð World For 2 korthafa. Ætla að bregða mér með Jack Bauer félaga mínum núna á eftir.

Kem svo með dóm. Hef reyndar borðað á þessum stað í Hafnarfirði og það var afar ljúffengt og ég endaði ekki á settinu.

Matargat,
Hagnaðurinn
Lakers are back...

... afar skemmtilegt er nú að vakna tvo daga í röð og lesa að mínir menn í Lakers hafi unnið og Kobe með stórleiki.

Lakers - Golden State.
Lakers - Portland.

Nú mega útlendingalið og nærbuxnastrákar fara að vara sig. Lakers munu kannski tapa 3 leikjum það sem eftir er af tímabilinu.

Segi það og skrifa,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Tveir nýir linkar....

... hafa bæst á síðuna. Þetta eru annars vegar Eggert Stefánsson, sem er hér með boðinn velkominn aftur til bloggheima, og hins vegar Tony Almeida, hinn skeleggi stjórnandi CTU.

Hagnaðurinn segir hæ.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Stjörnuleikurinn fór fram á sunnudaginn...

... og horfði Hagnaðurinn á hann í óbeinni í gær. Eins og við var að búast vann vesturströndin þetta, enda með Lakers-menn í broddi fylkingar. Enda kom það á daginn að Tröllið var valinn maður leiksins og Kobe var næst bestur.

... Svona leikir eru hin besta skemmtun þó stundum vanti svolítið uppá varnarleik og metnað til að vinna. Lítið var um iðnaðartroð, svo ég vitna í besta of pirraðasta lýsanda landsins, Svala Björgvinsson, en þeim mun meira var af frægu fólki, enda leikurinn í Los Angeles... mekka körfuboltans.

Lakers kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, febrúar 16, 2004

Í fréttum er þetta helst...

... Hagnaðurinn brá sér í brúðkaup á laugardaginn. Það var hjá Gullu systur og Arnari. Brúðkaupið var látlaust og sá fulltrúi sýslumanns um að gefa þau saman. Sniðug hugmynd þar á ferðinni sem vel má skoða.

Gamall lítill púki kom upp hjá Hagnaðinum og fór hann ásamt ástkonu sinni í leiðangur skömmu fyrir tvö á laugardaginn niður að skrifstofu sýslumanns að Skógarhlíð. Meðferðis voru hrísgrjón, rauðar rósir og blöðrur. Á þeim skamma tíma (5,2 mín) sem athöfnin tók var myndaður hrísgrjóna-göngustígur frá innganginum á húsinu að bílnum þeirra, blöðrur hengdar á bílinn og rósir festar við rúðuþurrkur. Svo var brunað í burtu og komið sér í felur. Jájá, maður kann þetta ennþá. Þetta vakti töluverða kátínu meðal brúðhjónanna.

Síðar um kvöldið var svo veisla:
Veislan fór fram á Hótel Holti; stað sem fjárráð Hagnaðarins hafa aldrei ráðið við. Saman komu fjölskyldur brúðhjónanna og voru allir í sínu fínasta pússi.

Matseðill kvöldsins var einstaklega ljúffengur. Fyrst fengum við kampavín í fordrykk. Í forrétt var svo hörpuskel ásamt einhverju rauðu og grænu sem ég man ekki hvað heitir. Aðalrétturinn samanstóð af lambavöðva, kartöflu og grænmeti, allt borið fram á hátt sem ég hafði aldrei séð áður. En mikið var það gott. Í eftirrétt var svo allskonar ítalskt súkkulaði; svona brot af því besta í súkkulaði. Rauðvín og hvítvín var drukkið með þessu öllu.

Ræður kvöldsin voru tvær. Fyrst fór bróðir brúðgumans með stutta ræðu og honum fylgdi svo afi brúðarinnar og hafði hann samið vísu af sinni alkunnu snilld. Hagnaðurinn fór enga ræðu með.

Að loknu borðhaldi var tyllt sér í betri stofuna og fengið sér kaffi og koníak. Hagnaðurinn fékk sér bjór. Nokkrum klukkustundum síðar endaði svo kvöldið heima hjá brúðhjónunum. Þar var stemningin í hámarki og meðal annars var stútað rússnesku kókaíni. Það er góð leið til að enda gott kvöld.

Hagnaðurinn óskar Gullu, Arnari og Degi Tjörva innilega til hamingju með daginn og þakkar fyrir sig.

Nú ætti einni lengstu skemmtana- og drykkjutörn Hagnaðarins að vera lokið og við tekur einbeiting að náminu og pítsubakstri.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

föstudagur, febrúar 13, 2004

Fyndið video...

... hérna á ferðinni og jafnframt hressandi. Thierry Henry að hita upp fyrir leik.

Ekki allir hressir annars?
Hagnaðurinn

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Sæl veriði og góðan daginn...

... Hagnaðurinn fagnar endurkomu strákanna á skjáinn. Kyan Douglas, Thom Felicia, Jai R., Carson Kressley og Ted Allen eru svo miklir hommalingar að það er unun á að horfa. Ekki misskilja þó.

Kyan (Grooming) er þó bestur, já eða metnaðarfyllstur. Hann hefur unun af fallegu hári og þætti örugglega sérlega áhugavert að fá að skoða þennan sérstaka koparbrúna lit sem ég hef á höfði mínu.

Kannski það sé hugmynd fyrir New York mission að finna Kyan og láta hann litgreina mig. Hver ætli niðurstaðan yrði?

Metrókveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Alltaf hressandi...

... að mæta í skólann og það er ekki tími. Þarf því að hanga til klukkan 11:00. Ég fagna því og breyti ergelsi í heillun.

Helgin var annars ansi fróðleg. Segi ekki meira um hana í bili.

Sigurrós unnu ekki á Grammy enda er það bara heimskuleg hátíð. Sáuði Beyonce syngja eitthvað "love" lag. Það var einhver mesti viðbjóður sem ég hef heyrt. Þá má hún frekar hrista á sér rassinn og vera crazy.

Ég ætla að fara að læra, til þess er ég hérna.

Kv. Hagnaðurinn

föstudagur, febrúar 06, 2004

Stiftari:

Hringdu í mig. Mikilvægt!

Hagnaður

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Tony Almeida says:
I need an update
Jack Bauer says:
give me a second
Jack Bauer says:
I call you back
Jack Bauer says:
can you get a satellite phone and call me when I get there?
Tony Almeida says:
sure Jack ... but you have to start showing some results
Jack Bauer says:
look....
Jack Bauer says:
it´s a bad time to discuss this
Jack Bauer says:
we´re all under a lot of pressure
Jack Bauer says:
I know it´s hard to sit and watch
Tony Almeida says:
Jack... I´m trying to run this organization and Division wants answers
Jack Bauer says:
but you just have to trust me
Jack Bauer says:
I have a feeling something bad is about to happen
Tony Almeida says:
we just have to deal with it
Jack Bauer says:
I know that Tony... just do this for me
Jack Bauer says:
please
Tony Almeida says:
ok Jack, I trust you
Jack Bauer says:
I would appreciate that
Tony Almeida says:
on to other issues....
Tony Almeida says:
what do you think about Kim and Chase ?
Jack Bauer says:
what? how do you know about that?
Tony Almeida says:
Michelle told me
Tony Almeida says:
Kim told Michelle
Tony Almeida says:
you are not alone in this world Jack
Jack Bauer says:
look... this is not the time
Jack Bauer says:
and not your business
Jack Bauer says:
and even if it was
Tony Almeida says:
that´s just a simple question Jack
Tony Almeida says:
don´t get angry
Jack Bauer says:
this is not the time
Tony Almeida says:
you´re just stressed out
Jack Bauer says:
you´re the director of CTU..not a counselor
Tony Almeida says:
Jack, I´m your friend
Tony Almeida says:
you can tell me everything
Jack Bauer says:
I know Kim is not a little kid anymore...
Jack Bauer says:
but it´s hard for me to see her and Chase together
Jack Bauer says:
look what this job has done to me
Tony Almeida says:
you´ve done it to yourself .... you always ask for the riskiest jobs
Tony Almeida says:
Chase isn´t like you
Jack Bauer says:
it´s the same Tony
Jack Bauer says:
I´ll get back to you


miðvikudagur, febrúar 04, 2004



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Já, maður hefur komið víða og víða þurft að bíða.
Athyglisverð síða...

Þetta hefur hún að segja um samkynhneigð:
Er samkynhneigð synd? Biblían segir: 3M 18:22 „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“

Geta samkynhneigðir vænst þess að fara til himna? Biblían segir: 1Kor 6:9 „Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar.“


Hún fer færri orðum um metrósexúalisma.

Af hverju skyldi það vera?
Hagnaðurinn
"I´m not finished. I´m Icelandic. I´m not finished."

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Rikki Daða í Fram...

... hvernig ætli sé að vera 'Júdas' einn daginn og svo orðin hetja þann næsta?

Þar er skammt stórra högga á milli. Svipað og þegar ég spila golf... 300 metra högg hvað eftir annað og öll á pinna... og það með 7-unni.

Hagnaðurinn
Jack Bauer er mættur í útvarp...

... og Tvíhöfðinn okkar er snúinn aftur.

Hagnaðinum til ómældrar ánægju er Tvíhöfði snúinn aftur og er á dagskrá Skonrokks og X-ins á morgnana frá 7-10. Í morgun á leiðinni í skólann var svo nýtt útvarpsleikrit: "24 mínútur". Það gerist í rauntíma og er þegar orðið gríðarlega spennandi. Jack Bauer og dóttir hans Kim leika þar veigamikið hlutverk.

Nú er bara að vona að einhver taki þetta upp og hendi þessu inná DC því ég vill ekki missa af einni mínútu.

Ég skal segja ykkur það,
Hagnaðurinn

mánudagur, febrúar 02, 2004

Malakoff og metrósexúalismi...

Já, það má með sanni segja að þetta hafi verið ansi fjörug helgi. Ég brá mér ásamt fleirum í sumarbústað skammt utan við Laugarvatn.

Það er langt síðan maður tók tvennu, svo ég er eiginlega ennþá að jafna mig núna. Ekki bætti heldur úr skák hversu góð sjónvarpsdagskráin var í gær, svo ég gat ekki farið að sofa fyrr en klukkan 5 í morgun. Það er í lagi meðan maður hefur frí á mánudögum.

Reyndar er ég einnig í fríi á föstudögum, þannig að tæknilega má segja að helgarnar hjá mér séu lengri en virkir dagar... sem er gott.

Horfði á Ofurskálina í gær. Missti af aðal-atriðinu þegar Janet Jackson og Justin brugðu á smá leik. Allt saman Gráa Glæponinum að kenna. Auk þess töpuðu mínir menn í Carolina (ég er samt tæknilega Tampa maður, auk þess sem ég og St. Louis höfum tengst sterkum böndum).

Svo er bara enginn Dawson í kvöld.
Hagnaðurinn