þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Jack Bauer er mættur í útvarp...

... og Tvíhöfðinn okkar er snúinn aftur.

Hagnaðinum til ómældrar ánægju er Tvíhöfði snúinn aftur og er á dagskrá Skonrokks og X-ins á morgnana frá 7-10. Í morgun á leiðinni í skólann var svo nýtt útvarpsleikrit: "24 mínútur". Það gerist í rauntíma og er þegar orðið gríðarlega spennandi. Jack Bauer og dóttir hans Kim leika þar veigamikið hlutverk.

Nú er bara að vona að einhver taki þetta upp og hendi þessu inná DC því ég vill ekki missa af einni mínútu.

Ég skal segja ykkur það,
Hagnaðurinn