miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Sæl veriði og góðan daginn...

... Hagnaðurinn fagnar endurkomu strákanna á skjáinn. Kyan Douglas, Thom Felicia, Jai R., Carson Kressley og Ted Allen eru svo miklir hommalingar að það er unun á að horfa. Ekki misskilja þó.

Kyan (Grooming) er þó bestur, já eða metnaðarfyllstur. Hann hefur unun af fallegu hári og þætti örugglega sérlega áhugavert að fá að skoða þennan sérstaka koparbrúna lit sem ég hef á höfði mínu.

Kannski það sé hugmynd fyrir New York mission að finna Kyan og láta hann litgreina mig. Hver ætli niðurstaðan yrði?

Metrókveðja,
Hagnaðurinn