mánudagur, febrúar 02, 2004

Malakoff og metrósexúalismi...

Já, það má með sanni segja að þetta hafi verið ansi fjörug helgi. Ég brá mér ásamt fleirum í sumarbústað skammt utan við Laugarvatn.

Það er langt síðan maður tók tvennu, svo ég er eiginlega ennþá að jafna mig núna. Ekki bætti heldur úr skák hversu góð sjónvarpsdagskráin var í gær, svo ég gat ekki farið að sofa fyrr en klukkan 5 í morgun. Það er í lagi meðan maður hefur frí á mánudögum.

Reyndar er ég einnig í fríi á föstudögum, þannig að tæknilega má segja að helgarnar hjá mér séu lengri en virkir dagar... sem er gott.

Horfði á Ofurskálina í gær. Missti af aðal-atriðinu þegar Janet Jackson og Justin brugðu á smá leik. Allt saman Gráa Glæponinum að kenna. Auk þess töpuðu mínir menn í Carolina (ég er samt tæknilega Tampa maður, auk þess sem ég og St. Louis höfum tengst sterkum böndum).

Svo er bara enginn Dawson í kvöld.
Hagnaðurinn