þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Heitar fréttir...

... heimildir Hagnaðarins herma að Bjarni Þór Pétursson, aka Stiftamtmaðurinn, sé hættur að spila knattspyrnu með fótboltafélaginu Fram. Ástæður eru ókunnar að svo stöddu, en nýrra frétta er að vænta innan skamms.

Það verður mikill sjónarsviptir af Bjarna fyrir íslenska knattspyrnu. Með þessu er Bjarni kominn í hóp manna á borð við Hagnaðinn, Baldur Knútsson, Kristján Brooks, Gunnar Svein Magnússon, Sigurð Elí Haraldsson og Jónatan Grétarsson (kannski ekki hann) og fleiri.

Ljóst er að það mætti búa til nokkuð sterkt lið með þennan mannskap. Tíminn verður að leiða í ljós hvort það gerist.

Kveðja,
Hagnaðurinn