Í fréttum er þetta helst...
... Hagnaðurinn brá sér í brúðkaup á laugardaginn. Það var hjá Gullu systur og Arnari. Brúðkaupið var látlaust og sá fulltrúi sýslumanns um að gefa þau saman. Sniðug hugmynd þar á ferðinni sem vel má skoða.
Gamall lítill púki kom upp hjá Hagnaðinum og fór hann ásamt ástkonu sinni í leiðangur skömmu fyrir tvö á laugardaginn niður að skrifstofu sýslumanns að Skógarhlíð. Meðferðis voru hrísgrjón, rauðar rósir og blöðrur. Á þeim skamma tíma (5,2 mín) sem athöfnin tók var myndaður hrísgrjóna-göngustígur frá innganginum á húsinu að bílnum þeirra, blöðrur hengdar á bílinn og rósir festar við rúðuþurrkur. Svo var brunað í burtu og komið sér í felur. Jájá, maður kann þetta ennþá. Þetta vakti töluverða kátínu meðal brúðhjónanna.
Síðar um kvöldið var svo veisla:
Veislan fór fram á Hótel Holti; stað sem fjárráð Hagnaðarins hafa aldrei ráðið við. Saman komu fjölskyldur brúðhjónanna og voru allir í sínu fínasta pússi.
Matseðill kvöldsins var einstaklega ljúffengur. Fyrst fengum við kampavín í fordrykk. Í forrétt var svo hörpuskel ásamt einhverju rauðu og grænu sem ég man ekki hvað heitir. Aðalrétturinn samanstóð af lambavöðva, kartöflu og grænmeti, allt borið fram á hátt sem ég hafði aldrei séð áður. En mikið var það gott. Í eftirrétt var svo allskonar ítalskt súkkulaði; svona brot af því besta í súkkulaði. Rauðvín og hvítvín var drukkið með þessu öllu.
Ræður kvöldsin voru tvær. Fyrst fór bróðir brúðgumans með stutta ræðu og honum fylgdi svo afi brúðarinnar og hafði hann samið vísu af sinni alkunnu snilld. Hagnaðurinn fór enga ræðu með.
Að loknu borðhaldi var tyllt sér í betri stofuna og fengið sér kaffi og koníak. Hagnaðurinn fékk sér bjór. Nokkrum klukkustundum síðar endaði svo kvöldið heima hjá brúðhjónunum. Þar var stemningin í hámarki og meðal annars var stútað rússnesku kókaíni. Það er góð leið til að enda gott kvöld.
Hagnaðurinn óskar Gullu, Arnari og Degi Tjörva innilega til hamingju með daginn og þakkar fyrir sig.
Nú ætti einni lengstu skemmtana- og drykkjutörn Hagnaðarins að vera lokið og við tekur einbeiting að náminu og pítsubakstri.
Góðar stundir,
Hagnaðurinn
... Hagnaðurinn brá sér í brúðkaup á laugardaginn. Það var hjá Gullu systur og Arnari. Brúðkaupið var látlaust og sá fulltrúi sýslumanns um að gefa þau saman. Sniðug hugmynd þar á ferðinni sem vel má skoða.
Gamall lítill púki kom upp hjá Hagnaðinum og fór hann ásamt ástkonu sinni í leiðangur skömmu fyrir tvö á laugardaginn niður að skrifstofu sýslumanns að Skógarhlíð. Meðferðis voru hrísgrjón, rauðar rósir og blöðrur. Á þeim skamma tíma (5,2 mín) sem athöfnin tók var myndaður hrísgrjóna-göngustígur frá innganginum á húsinu að bílnum þeirra, blöðrur hengdar á bílinn og rósir festar við rúðuþurrkur. Svo var brunað í burtu og komið sér í felur. Jájá, maður kann þetta ennþá. Þetta vakti töluverða kátínu meðal brúðhjónanna.
Síðar um kvöldið var svo veisla:
Veislan fór fram á Hótel Holti; stað sem fjárráð Hagnaðarins hafa aldrei ráðið við. Saman komu fjölskyldur brúðhjónanna og voru allir í sínu fínasta pússi.
Matseðill kvöldsins var einstaklega ljúffengur. Fyrst fengum við kampavín í fordrykk. Í forrétt var svo hörpuskel ásamt einhverju rauðu og grænu sem ég man ekki hvað heitir. Aðalrétturinn samanstóð af lambavöðva, kartöflu og grænmeti, allt borið fram á hátt sem ég hafði aldrei séð áður. En mikið var það gott. Í eftirrétt var svo allskonar ítalskt súkkulaði; svona brot af því besta í súkkulaði. Rauðvín og hvítvín var drukkið með þessu öllu.
Ræður kvöldsin voru tvær. Fyrst fór bróðir brúðgumans með stutta ræðu og honum fylgdi svo afi brúðarinnar og hafði hann samið vísu af sinni alkunnu snilld. Hagnaðurinn fór enga ræðu með.
Að loknu borðhaldi var tyllt sér í betri stofuna og fengið sér kaffi og koníak. Hagnaðurinn fékk sér bjór. Nokkrum klukkustundum síðar endaði svo kvöldið heima hjá brúðhjónunum. Þar var stemningin í hámarki og meðal annars var stútað rússnesku kókaíni. Það er góð leið til að enda gott kvöld.
Hagnaðurinn óskar Gullu, Arnari og Degi Tjörva innilega til hamingju með daginn og þakkar fyrir sig.
Nú ætti einni lengstu skemmtana- og drykkjutörn Hagnaðarins að vera lokið og við tekur einbeiting að náminu og pítsubakstri.
Góðar stundir,
Hagnaðurinn
<< Home