miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ikea...

... strákar, það er hugsanlega komin ástæða fyrir því að kíkja í IKEA. Hugsanlega!

Ég fór í Ikea eftir vinnu í dag, einu sinni sem oftar núna síðustu daga, enda stöndum við í stórræðum hér í kjallaranum. Þar sem ég stytti mér leið í átt að ljósadeildinni leit ég inní hinn fræga veitingastað. Þá mundi ég eftir því að Búi Bendtsen, Kall og KR-ingur, var að tala um þessar sænsku kjötbollur um daginn í þætti sínum, Capone.

Ég ákvað að tjekka á þessum bollum...

Lítill skammtur samanstendur af 10 bollum (meðal-stórar), 3 miðlungs kartöflum, og góðri matskeið af týtuberjasultu. Þetta kostar 490 kr.

Bollurnar eru góðar. Þær eru þéttar í sér, sæmilega bragðgóðar og fara vel í munni. En þegar það var búið að bæta við vel af sultu + brúna sósu + kartöflur, þá var þetta bara lostæti.

Strákar, þið tjekkið á þessu næst.

Kveðja,
Hagnaðurinn