föstudagur, febrúar 24, 2006

Barcelona og Messi Litli... og 24

Barcelona tók Chelsea í kennslustund í knattspyrnu síðastliðið miðvikudagskvöld. Kennslustund segi ég. Ronaldinho og Messi Litli fóru svo illa með varnar- og miðjumenn Rúblanna, að þeir neyddust til að grípa til ofbeldis.

Hinn ógeðslegi Del Horno var í slíkum vandræðum með Messi Litla að fyrst þurfti hann að tækla hann uppí nára, og fylgdi því svo á eftir með því að hlaupa hann niður. Við þetta síðara brot var hann réttilega rekinn af velli.

Del Horno er svokallaður 'son of a bitch', svo ég vitni í Jack Bauer, vin minn.

------------------------------------------------

Annars er fyrirhugað að horfa á eins og 3-4 þætti af nýjustu seríu 24 í kvöld. Það er spennandi!


Áfram Barcelona.
Púúúú á Chelsea.

Kveðja,
Hagnaðurinn