fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Til hamingju Ísland...

Eins og flestir sem eitthvað flakka um netið af einhverju ráði, þá hef ég heyrt framlag Silvíu Nætur til Eurovision. Þetta er kannski ekki besta lag sem ég hef heyrt, en þó með því skárra í keppninni hingað til. Svo er náttúrulega skemmtilegt hvernig Silvía Nótt hefur búið til fjölmiðlaumfjöllun í kringum þetta.

"Við hörmum þetta rosalega bla bla bla" .... yeah right!

Skandall eða ekki skandall, ég veit það ekki. Hins vegar veit ég vel að þetta lag mun verða framlag okkar í lokakeppnina. Fólk á eftir að kjósa þetta lag, including me!

-----------------------------------------------

Var Viggó Sigurðsson að horfa á sama landsleik og ég í dag?

Það var einhver Norsara aumingi sem skoraði 19 mörk gegn Íslandi. Nítján kvikindi!!!

Af hverju var maðurinn ALDREI tekinn úr umferð?

Ég bara spyr.

... ekki meira um handbolta á þessari síðu næstu 3 árin.

Takk fyrir og góða ferð,
Hagnaðurinn,
a.k.a. Messi Litli