þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Trúboði í strætó (nei, ekki þannig!)...

bFyrir nokkrum dögum fór ég heim úr vinnunni í strætó. Það er ágætis ferðamáti. Vagninn er jafnan tómur, það gefst gjarnan góður tími til að lesa e-ð sniðugt sem maður kippir með sér, og maður sleppir auk þess við stressið í umferðinni.

Fyrir framan mig sat einhvers konar trúboði. Þetta var ungur strákur, vel til fara, og var með merkispjald sem á stóð "ég elska Jesú" eða e-ð álíka gáfulegt.

Eftir um 5 mínútna ferð sneri drengurinn sér við og ávarpaði mig á íslensku:

Trúboði: Fyrirgefðu, má ég trufla þig aðeins?
Ég: Ha, jájá (skeptískur á svip)
Trúboði: Ég er að reyna að auka orðaforðann minn í íslensku og var að spá hvort þú gætir hjálpað mér að útskýra eitt orð fyrir mér (í því réttir hann mér lítinn mið með orðinu 'forskot' skrifað)
Ég: Já, þetta þýðir eiginlega bara að vera á undan eða e-ð slíkt. Það að hafa forskot. (Ég skoðaði miðann og snéri honum við. Aftan á honum stóðu orðin 'advantage' og 'ahead'. Fokk, hugsaði ég. Hann veit greinilega hvað orðið þýðir, en er samt að reyna að halda uppi samræðu um orðið. Það hlýtur e-ð annað að byggja að baki.)
Trúboði: Já, ok. Nú skil ég....

*** vandræðaleg þögn ***

Trúboði: Hvað ertu að lesa?
Ég (hissa): Ég er bara að lesa smá fyrir vinnuna. (Þetta var einhver skýrsla).
Trúboði: Hvar vinnurðu?
Ég: Ég vinn í banka. (Mér var hætt að lítast á blikuna og beið eftir spurningunni: ertu trúaður?)
Trúboði: Er það ekki vel launað? Ég: (nei, andskotinn, ætlar hann að reyna að haf a af mér peninga?) Jújú, það er ágætlega launað.

*** við vorum komnir að Skeifunni, og drengurinn ýtti á bjölluna og gerði sig líklegan til að yfirgefa vagninn, sem var nokkur léttir ***

Trúboði: Þakka þér fyrir spjallið.
Ég: Mín var ánægjan.

Niðurstaða:
Það er áhugavert að fara í strætó.