þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Öruggur sigur...

... rétt eins og ég spáði fyrr í dag.

Liverpool lagði vængbrotið lið Arsenal, sem geta þakkað þýska stálinu, Jens, að ekki fór verr.

Gerrard misnotaði vítaspyrnu og er það verra. Hins vegar átti aldrei að dæma víti til að byrja með, svo þetta cancelast bara út. Enda sást það alveg á Steven; honum var slétt sama, enda vissi hann í hvað stefndi.

Fernando var hræðilegur. Selj'ann.

Guðmundur Torfason (GT): "Það á bara að gefa manninum gult spjalt fyrir þetta".
- þegar Luis Garcia fagnaði sigurmarki sínu með því að stinga þumlinum uppí sig, líkt og um snuð væri að ræða => vísbending um að þetta sé barnaleikur!

Hagnaðurinn: "Það á ekki að hleypa GT í sjónvarp. Maðurinn er bara leiðinlegur þumbi, og veit auk þess ekkert um fótbolta. Send'ann bara á sjóinn, og láta hann kúka í hádeginu! Djöfulsins vitleysa"

Seinna,
Hagnaðurinn