sunnudagur, maí 30, 2004

Þriðja golfferð ársins...

... var farin í gær. Tvisvar er ég búinn að spila á Hellu á árinu. Í gær var hins vegar spilað á velli Oddfellowa í Heiðmörk. Meðspilari minn var Grétar Már Sveinsson, skólafélagi.

Völlurinn var hinn glæsilegasti í alla staði. Flottur völlur. Smart.

Hagnaðurinn spilaði á 108 höggum (56/52). Grétar var hins vegar á 140. Alltaf erfitt að spila völl í fyrsta sinn. Held ég verði undir 100 næst.

Svona er nú golfið,
Hagnaðurinn
Ég er ekki frá því ...

... að Smarties sé betra en M&M.

föstudagur, maí 28, 2004

Mættur til landsins...

... hressari en oft áður.
... fátækari en oft áður.

Ferðasaga framundan.

Þarf samt að panta nýja utanlandsferð í dag. Shit hvað maður er busy.

Stay tuned.
Hagnaðurinn

sunnudagur, maí 23, 2004

Hagnadurinn er staddur...

... i Toronto.

Tad er finn hressleiki en hann rignir her.

Buinn med NY City og Niagara Falls.

Framhaldid er ovist.

Kv. Hagnadurinn

sunnudagur, maí 16, 2004

Hagnaðurinn kveður í bili.

Samt verða regluleg update um ferðir mínar.

Slater.

laugardagur, maí 15, 2004

Fréttatilkynning:

Klukkan 14:00 í gær, föstudaginn 14. maí 2004, skrifaðu Hagnaðurinn undir samning við Landsbankann. Efnisatriði samningsins er trúnaðarmál.

Hagnaðurinn mun hefja störf hjá Landsvaka (sem er undir eignastýringarsviði) þriðjudaginn 1. júní klukkan 9:00.

Aðspurður sagði Hagnaðurinn að "þetta væri frábært tækifæri til að sanna sig í hinum harða heimi fjármálanna, þar sem vatnsgreiddir jakkafataklæddir spekúlantar svífast einskis þegar gróðatækifæri eru til staðar".

Með vinsemd og virðingu,
Hagnaðurinn

föstudagur, maí 14, 2004

Derek Fisher...

... þú ert fullþroskaður karlmaður.

You made my day.

Sincerely,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, maí 13, 2004

Þá er prófum lokið...

... enn einu sinni.

Líklegast verður þetta í síðasta skipti sem maður stendur í þessu. Reyndar verða 2 lokapróf um jólin. En ekkert meira svona alvöru.

10 ár í Seljaskóla
4 ár í MS.
3 ár í Coastal.
1 ár í HÍ.

Endalokin nálgast.
Það sem hófst í Seljaskóla árið 1985 er senn á enda.

Allt er gott sem endar vel,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, maí 12, 2004

Forsetakosningar...

... og þrír vitleysingar í framboði. Eða fjórir kannski.

Einn jólasveinn, einn misskilinn listamaður, einn geðsjúklingur sem skuldar mér pening, og einn Séð og Heyrt trúður.

Leggja þetta embætti niður segja sumir.

Held það væri ekki vitlaust. Kominn tími til að taka upp embætti Stiftamtmanns aftur. Það væri fjör. Þá fengjum við kannski eldspúandi styttur útí tjarnarhólma.

Ekki svo galið,
Hagnaðurinn
Frábær sigur hjá Lakers...

... síðustu nótt á heimavelli gegn Spurs. Kobe með stórleik, 42 stig. Shaq frábær einnig.

Að sögn President verðum við í beinni annað kvöld á miðnætti í game 5.

Á morgun verð ég einmitt búinn í prófum.

5 dagar í USA.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, maí 11, 2004

Hagnaðurinn hefur ákveðið...

... að baka. Og það engin vandræði.

Í tilefni þess að bolludagurinn er ekki í dag, þá ætla ég að baka vatnsdeigsbollur. Þær eru lostæti segi ég. Þokkalegar segja aðrir.

Mikið af súkkuðulaði ofan á, pínu rjóma inní og mjólk með. Jammí.

Alveg magnaður,
Hagnaður

mánudagur, maí 10, 2004

Eitt próf eftir...

... djöfull er þetta hressandi.

Núna er ég búinn að fara í 3 próf. Á þeim öllum hef ég veðjað á að ákveðnar spurningar myndu ekki koma. Í öllum tilfellum hef ég haft rangt fyrir mér. Damn it.

Fyrir síðasta prófið verða engin veðmál. Bara lært allt helvítis efnið og ace-að þetta.

Stuð,
Hagnaðurinn
Hvað er þetta....

... blogger bara búinn að update-a lúkkið. Þetta líkar mér.

Næst-síðasta próf á morgun.
Á morgun er einnig vika í NY, Niagara, Toronto og allt það.

Sáuði Stiftamtmanninn í fréttunum á Stöð 2 á laugardaginn. Þvílík gargandi snilld. Núna er endanlega búið að sanna að fíflagangur borgar sig, og það verður farið á fullt í sumar að vera með sem mestan fíflagang.

Ananrs var golfmót á Hellu í dag. Spilað var punktakerfi. Ég og Glæponinn héldum að við værum að fara að vinna þetta.

En svo gott var það ekki.

Maður getur ekki alltaf unnið,
Hagnaðurinn

föstudagur, maí 07, 2004

Hvað segiði....

.... Spaðar?


Hagnaðurinn

fimmtudagur, maí 06, 2004

Í Fréttablaðinu í dag...

Vissir þú ...

... að mjög greindir einstaklingar hafa meira sink og kopar í hári sínu?
...... (sjá bls. 12 í aukablaði)

Feitletrun er mín.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, maí 05, 2004

Próf á morgun...

... og allt á fullu.

Hrikalegt að missa af Ópru í kvöld.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, maí 04, 2004

Fréttatilkynning...

... hagnaður Landsbankans á fyrstu 3 mánuðum ársins var gríðarlegur, eða um 4 milljarðar eftir skatta. Hagnaður Hagnaðarins var á sama tíma óverulegur.

Nú hafa þessir tveir aðilar hins vegar mæst á miðri leið. Vill svo skemmtilega til að Hagnaðurinn mun hefja störf hjá bankanum í byrjun júní. Ætti þá hagnaður bankans að aukast enn frekar.

Á bakvið þessa ráðningu mína er skemmtileg saga. Þeir sem vilja heyra hana er bent á að hringja í mig.

Sæl að sinni,
Hagnaðurinn


mánudagur, maí 03, 2004

Annars er merkilegur fundur framundan á morgun...

... tíðinda er að frétta um og eftir hádegi.

Atli, ertu að deyja úr spenningi?

Hagnaðurinn
Mikið hefur verið rætt og ritað ....

.... undanfarna daga um fjölmiðlafrumvarp, útlendingafrumvarp, hæstaréttardómara og fleira.

Hyggst ég bæta engu inní þá umræðu.

Hagnaðurinn
Fékk annars vírus um helgina...

... já, þennan sem gekk berseksgang um heiminn. Svona er að vera ekki með eldvegg.

Tölvan bara endurræsti sig á korters fresti. Bara leiðindi. Þökk sé Bill Gates og félögum hans tókst mér að stoppa þennan faraldir, Haraldur.

Hagnaður
Lakers í gær....

.... tjah. Bara ekki gott hjá þeim. En þetta er alltílagi. Eitt tap er ok. Svo framarlega að það komi ekki þrjú í viðbót.

Nenni ekki að ræða þetta.

Hagnaðurinn
Samkvæmt próftöflunni minni....

... á ég að mæta í próf eftir 2 klst. Ég mun hins vegar ekki gera það. Sumarpróf í þessu. Var einfaldlega enginn tími í ævintýrum síðustu daga til að læra að sanna Black-Scholes og fleiri spennandi formúlur.

Ég á því einungis 3 próf eftir. Það næsta er á fimmtudaginn. Það er í fjárfestingum fyrirtækja. Ágætt efni.

Ætla að fara að koma mér að verki.

Hagnaðurinn

laugardagur, maí 01, 2004

Nýjasta nýtt...

... mikið sakna ég Guðmundar Jaka !!!

Í dag eru 17 dagar í brottför til Norður-Ameríku.
... Jú, af hverju Norður-Ameríku. Ástæðan er sú að það er búið að taka þá ákvörðun að fara til Niagara-fossana, og fyrst við verðum komin þangað, þá á einnig að fara yfir til Kanada og kíkja til Toronto. Þar skammt frá er einnig bílaborgin Detroit. Þangað hef ég ekkert að gera.

Fyrir þá sem ekki vita þá kemur nafnið Toronto úr einhverju indíána-máli og þýðir það "meeting place" eða samkomustaður.

Einnig er gaman að geta þess að Toronto er 5ta stærsta borg Norður-Ameríku á eftir Mexikó-borg, New York, Los Angleses og Chicago.

Þetta er spennandi stöff.

En hvað er meira spennandi? Spennandari ! Jónas Ari? Ari !
Hagnaðurinn