sunnudagur, maí 30, 2004

Þriðja golfferð ársins...

... var farin í gær. Tvisvar er ég búinn að spila á Hellu á árinu. Í gær var hins vegar spilað á velli Oddfellowa í Heiðmörk. Meðspilari minn var Grétar Már Sveinsson, skólafélagi.

Völlurinn var hinn glæsilegasti í alla staði. Flottur völlur. Smart.

Hagnaðurinn spilaði á 108 höggum (56/52). Grétar var hins vegar á 140. Alltaf erfitt að spila völl í fyrsta sinn. Held ég verði undir 100 næst.

Svona er nú golfið,
Hagnaðurinn