laugardagur, maí 01, 2004

Nýjasta nýtt...

... mikið sakna ég Guðmundar Jaka !!!

Í dag eru 17 dagar í brottför til Norður-Ameríku.
... Jú, af hverju Norður-Ameríku. Ástæðan er sú að það er búið að taka þá ákvörðun að fara til Niagara-fossana, og fyrst við verðum komin þangað, þá á einnig að fara yfir til Kanada og kíkja til Toronto. Þar skammt frá er einnig bílaborgin Detroit. Þangað hef ég ekkert að gera.

Fyrir þá sem ekki vita þá kemur nafnið Toronto úr einhverju indíána-máli og þýðir það "meeting place" eða samkomustaður.

Einnig er gaman að geta þess að Toronto er 5ta stærsta borg Norður-Ameríku á eftir Mexikó-borg, New York, Los Angleses og Chicago.

Þetta er spennandi stöff.

En hvað er meira spennandi? Spennandari ! Jónas Ari? Ari !
Hagnaðurinn