fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Í dag er Þakkargjörðardagurinn (e. Thanksgiving Day)....

Sá siður vestan hafs að halda þakkargjörðarhátíð í lok nóvember og borða kalkúna er vel þekktur. Þakkargjörðin er í raun uppskeruhátíð haustsins og sem slík þekkt víða um heim. Sagan segir að Elísabet Englandsdrottning hafi á 15. öld komið á þeim sið að hafa gæs í aðal þakkargjörðarmáltíðinni. Þegar pílagrímarnir komu til Ameríku héldu þeir að sjálfsögðu áfram að hafa uppskeruhátíð á haustin. Þar var hins vegar lítið um gæsir en þess meira af villtum kalkúnum. Þar með varð kalkúnninn aðalrétturinn í þakkargjörðinni.

Lincoln Bandaríkjaforseti ákvað að gera Þakkargjörðardaginn að almennum frídegi árið 1863. Franklín Roosevelt forseti færði daginn fram um eina viku árið 1939, og ákvað að hafa hann síðasta fimmtudag nóvembermánaðar. Þar hefur hann verið síðan. Í Kanada er Þakkargjörðardagurinn einnig haldinn hátíðlegur.


Ég mun halda þennan dag hátíðlegan eins og sönnum Íslendingi sæmir.

Einnig stefni ég á það að gefa frí í skóla á Martin Luther King day og gera Independence Day að sérstökum hátíðardegi hér á landi.

Þegar hefur Valentínusardagurinn ruðst inn í íslenska menningu.

Aðrir dagar verða teknir til rækilegrar skoðunar innan tíðar.

Til hamingju með daginn,
Hagnaðurinn