fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Nýtt í músík...

... var að fá lánaðan nýjan disk á netinu. Þetta er diskur sem heitir 0 (núll) og er með Damien Rice.

Alveg finnst mér hann vera frábær. Akkúrat sem mig vantaði svona rétt áður en prófin byrja. Það er soldill David Gray þarna enda báðir Írar með kassagítar. En þessi Damien er miklu betri en Gray-arinn. Ekki smurning.

Ef þið viljið hljóðdæmi, þá mæli ég með laginu "Cold Water"... alger perla. Og hlustið á sjávarniðinn í bakgrunninum.... þvílík ró....

Þetta var músík - Hagnaður.

Fyrirlestur á morgun...

Ég hlakka til,
Hagnaðurinn