sunnudagur, nóvember 02, 2003

*** Dauðadómur ***
Þjóðin kaus yfir sig dauða og viðbjóð í beinni útsendingu á föstudag. Hvernig fólki datt í hug að kjósa þessa ljóta leiðinlegu druslu frá Akureyri er ofar mínum skilningi. Ædol Smædol segi ég nú bara. Slær þó ekki út mistökin þegar hinn svokallaði Reykjavíkur Listi komst til valda hér í borg. En ég sá Megas á laugardaginn. Ég mætti honum á götu niðrí bæ. Hann virkaði þreyttur. Ég var þunnur.

*** Liverpool ***
Ég horfði á Fulham – Liverpool í dag. Mínir menn virkuðu rosalega ósannfærandi í þetta skiptir og ég held að enginn hafi verið verri en Owen. Samt alltaf gaman að vinna þegar maður á það ekki skilið.

*** Lakers ***
Sigurgangan heldur áfram hjá Lakers. Fátt sem kemur á óvart þar. Kobe er snúinn aftur. Skilst að hann hafi verið frekar rólegur í sókninni. En hann reddaði okkur í lokin. 80 leikir eftir. Ég held við vinnum svona 70 af þeim.

*** Negatív greindarvísitala ***
Áfengi var haft um hönd á föstudaginn. Reyndist það vera hin besta skemmtun að venju. Alls konar fáránlegir hlutir voru framkvæmdir að venju og ekki í frásögur færandi. Svo á laugardaginn hjálpaði ég bróður mínum að flytja. Það var ekki gaman.

*** Framarar***
Þeir hafa ráðið þjálfara. Útlendingur. Hann vill meistaratitil innan 3 ára. Frekar svartsýnn segi ég. Þegar hlutafélagið byrjaði átti að vinna titil innan árs og komast í 3.umferð í Evrópukeppninni líka og selja leikmenn fyrir tugi milljóna. Hvernig væri að finna einhvern þjálfara með metnað?

*** Dreifni – Samdreifni Fylki ***
Ég er að vinna að einhverju rosalegu verkefni í Eignastýringu. Ég er farinn að tala í orðum sem fáir skilja. Framfall. Dreifni. Samdeifni. Staðalfrávik. LIBOR. Solver. Þetta er allt mjög spennandi.

Þetta var helst þessa helgina.
Hagnaðurinn