miðvikudagur, nóvember 05, 2003

*** DVD ***
Þá er það ákveðið. Ég mun fá DVD – spilara frá sjálfum mér í jólagjöf. Langar mig því að þakka fyrir mig núna. Takk Hagnaður. Veit reyndar ekki hvernig spilari þetta verður, en hann verður örugglega alltílæ.

*** Lakers ***
Told you so. Lakers unnu í gær (nótt). Tókum Bucks á lokasprettinum, og Kóngurinn Kobe reddaði þessu fyrir okkur með stórleik. Ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í það síðasta.

*** Veðrið ***
Veðrið núna er betra en það hefur verið áður (þá er ég að tala um langtímameðaltöl). Samt kvartar fólk sem aldrei fyrr. Hvernig væri að fara að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt. Maður sagði við mig í Nettó í gær: “Það er farið að kólna”. Ég sagði bara “já”. Hvern andskotann annað gat ég sagt. Talaði ekki meira við þann mann, enda leit hann út eins og útigangsmaður. Ég er löngu búinn að sætta mig við að vera koparbrúnhærður.

*** Raunsæi ***
Var að velta því fyrir mér hvort ég væri raunsær. Ég hef til dæmis varpað því fram að Lakers muni vinna 75 leiki á þessu tímabili. Er það kannski meira í ætt við Jónas og hans rómantík? Kannski ekki, en ég tel mig samt vera ofur raunsæan mann. Það er ágætt að taka hlutunum með stóískri ró. Nema þegar maður er negatívur.

ARBITRAGE,
Hagnaðurinn