miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Ferðahugur í Hagnaðinum...

Var að panta ferð til Köben. Fer á laugardaginn ásamt Hagnaðarínu. Höfum allan laugardaginn og sunnudaginn... komum svo heim seinnipartinn á mánudag. Fín ferð örugglega. Kostaði ekki mikið, þökk sé Iceland Express. Þeir voru með eitthvað nettilboð... kostaði bara 9800 kall báðar leiðir með sköttum per mann !!! Ekki slæmt það. Það verður tjekkað á því helsta í Köben... Kristjanía og þetta allt saman.

Kem örugglega með ferðasögu eftir helgi. Þá vill ég minna á Lakers síðuna. Hún er afar skemmtileg og fróðleg.

Hagnaðurinn
HAHAHAHA....

Ég sá Jóntan Grétarsson áðan í Ísland í dag. Ég æfði einu sinni með honum fótbolta... þá var hann meganörd. Í dag er hann ljósmyndari Séð og Heyrt og er hnakki með síðan topp. Já, svona getur heimurinn breyst. Er stund nördsins komin?

Hagnaðurinn

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Sitt lítið af hverju...

Á föstudaginn fór ég á uppistand í Háskólabíói. Daníel Traustason bauð mér og Atla. Þetta var ágætlega hressandi kvöldstund. Skemmtarar voru Sigurjón Kjartansson, Þorsteinn Guðmundsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Robert Townsend. Það var ágætis stígandi í þessu gamanmáli. Sigurjón var sístur, svo Þorsteinn, Pétur var ágætur og Robert var bara nokkuð fínn... samt ekkert stórkostlegur. Ég hefði allavega ekki borgað 2500 kall til að sjá þetta. Það var mikið um ‘celeb’ á svæðinu, væntanlega öll með boðsmiða. Eitt slíkt sat fyrir aftan okkur. Það var Auddi á Popp Tíví. Hann hló hátt og snjallt. Aðallega hátt samt.

Í gær komu Krissi og Atli í heimsókn. Það var spilakvöld. Gripið var í hið ágæta og sígilda Trivjal Pörsjút; nýjustu útgáfuna held ég. Þetta varð sannkallað maraþonspil og entist alls í 3 tíma. Að lokum stóð Hagnaðurinn uppi sem sigurvegari og fær hann flugferð að eigin vali með Icelandair... innanlands!

Í dag er víst konudagur. Það er frábært. Konur fara að versla og ég get verið heima og horft á sjónvarpið. Eða virkar það kannski ekki þannig? Kannski maður eldi bara einhvern andskotann í kvöld. Rauð steik, rauðvín og rómantík. Afskaplega skemmtilegt allt saman.

Ég var að stofna aðdáendaklúbb Los Angeles Lakers. Hann er gríðarfjölmennur og farið er að skipa í stjórnartöður. Það styttist í að þeir verði sýndir á Sýn. Spennan er mikil. Hversu lengi heldur Kobe að skora 40+ stig? Andskotinn hafi þennan snilling. Hann er betri en Jordan var nokkru sinni. Stór orð en sönn orð.

Maður neyðist víst til að fara í vinnuna á morgun. Ég er engan veginn að nenna því að fara í þetta helvíti. Bara ef ég fengi borgað fyrir þetta.

John Lennon lengi lifi.
Húrra Húrra Húrra.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

About Schmidt og Michael Jackson

Skrapp í bíó í gær. Fór í Regnbogann að sjá Jack Lakers mann. Lakers menn eru góðir menn. Myndin var alveg hin ágætasta, eiginlega bara helvíti góð. Samt soldið hæg og eiginlega ekkert eins fyndin og ég bjóst við. Samt var óborganlegt þegar Kathy Bates fór úr öllum fötunum. Einnig var ein persónan með svakalegt sítt-að-aftan ... það er eiginlega þess virði að fara á myndina bara til að sjá mullettið. Afar hressandi. Þá var gaman að sjá hversu vel hefur tekist til við að breyta Regnboganum... spurning hvar Jón Ólafsson hafi fengið peninginn fyrir því.

Var líka loksins að horfa á myndina um Michael Jackson. Maður er ekkert búinn að vera með í umræðunni uppá síðkastið þar sem maður hafði ekki séð þáttinn. Fróðlegur þáttur mjög og gott að fá staðfestingu á því að Jacksoninn hefur bara farið í 2 lýtaaðgerðir. Þetta hef ég vitað lengi. Þá er Neverland ansi magnað. Þegar Hagnaðurinn hefur hagnast mikið þá ætlar hann að byggja svona Profit-ville.

Þetta er það helsta.
Hagnaðurinn

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Bekkjarpartý og Júróvísjón og Stuldur...

Nóg er búið að vera að gerast þessa helgina.

Á föstudaginn var bekkjarpartý hjá gamla 4-D úr M.S. Það var afar hressandi. Matur fyrst hjá nokkrum strákum. Átum folaldakjöt og svín. Því var troðið niður með rauðvíni. Jájá. Ekki slæmt það.

Svo var ég og Harpa með smá júróvísjón partý í gær. Mættir voru Helga, Steini og frú og Krissi. Róleg stemning. Ostar, vín, gos og svona. Nammi fyrir stelpurnar. Brigit Haukdal vann, því miður. Ég hringdi inn. Ég vildi ‘Leðjuna til Lettlands’. Þeir lentu því miður í öðru sæti. Helvítis andskotinn.

Var að stela nýjum diski af netinu. Hann heitir “Master and Everyone”, og er með Bonnie Prince Billy. Það var umfjöllun um hann í Fréttablaðinu í vikunni þar sem skeleggur gagnrýnandi þess ágæta blaðs, Birgir Örn Steinarsson (Maus-söngvari) sagði þetta vera frábæra plötu, og að söngvari þessi hefði fallegustu rödd í heimi. Því var um að gera að ná mér í þetta verk. Reyndist það vera afar gott, þó hressleikinn sé ekki mikill. Ég hafði reyndar áður náð mér í e-ð með þessum gaur, þá undir nafinu ‘Will Oldham’. Það er meira um þennan gaur í sunnudags-Mogganum. Endilega kynnið ykkur þetta.

Fátt annað nýtt. Jú, ég er víst að fara í atvinnuviðtal á morgun. Það er hjá bresku tískuvöru-verslunar-keðjunni ‘Next.’ Ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera þarna eða hvers konar starf er í gangi, en það hlýtur að vera betra en þetta sem ég er með núna.

Seinna,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Jæja.

Allt að gerast að venju.

Við Harpa erum komin með ný drög að utanlandsferð í vor. Ferðatilhögun lítur ca. svona út:

Miðvikudagur 30. apríl ... KEF – Baltimore (eins gott að það verði tveir f. einn)
Miðvikudagur 30. apríl ... Baltimore – Myrtle Beach (komutími kl. 23:30)

Náum þá tveimur helgum í MB. Náum útskrift. Nokkrum golfferðum og fleira. Gæti orðið gott.

Þriðjudagur 13. maí ... Myrtle Beach – New York (komutími til NY kl. 12:00)
Við erum búin að finna ágætis *** hótel í miðbænum á móti ‘Madison Square Garden’ sem kostar svona 10.000 kall nóttin. Ekki slæmt og á besta stað. Ég geri ekki New Orleans mistökin aftur.

Fimmtudagur 15. maí ... New York – KEF (brottför ca. kl. 20:30)
Við náum þá næstum þremur heilum dögum í NY. Ágætis tími til að skoða það helsta og heilsa uppá celebin.

Þetta ætti ekki að verða of dýrt ... svo framarlega að það verði tveir fyrir einn eða eitthvað net-tilboð. Þá kostar þetta fyrir tvo með öllum flugum og hóteli í NY u.þ.b. 125.000. Jæja Danni, á að koma með ? Eða einhver annar.


‘Bekkjar’- partý framundan hjá gamla bekknum úr MS. Gæti verið áhugavert. Þetta verður haldið hjá Ragtoin á föstudaginn. Hver veit nema Himneskir Kokkar muni elda eitthvað á undan. Mikil spenna framundan. Hvað er fólk búið að vera að gera? og þannig. Væntanlega upprifjun til að byrja með.... svo bara áfengisdrykkja og skemmtilegheit og trúnaður.

Hagnaðurinn ... ekki að hagnast



sunnudagur, febrúar 09, 2003

Hagnaðurinn tjekkar sig inn...

Þá er komið sunnudagskvöld ... og mikið hlakka ég ekki til að fara í vinnuna á morgun. Vinnan er e-ð það leiðinlegasta sem ég geri. Það er afar leiðinlegt að vera ræstitæknir og burðardýr þegar manni langar ekkert til þess... helvítis atvinnulíf. Amalegt það.

Fór í bíó í gærkveldi ... var þar úrvarlsræma á ferðinni. Catch Me if You Can. Leonardo, Tom, og Kristó fóru á kostum. Öruggt leikstjórn hjá Steven sem klikkar eiginlega aldrei (undantekning ‘Artificial Intelligence’). Ég gef þessari mynd 82/100 stjörnur. Ekki amalegt það.

Ég hélt smá matarboð/karlakvöld á föstudaginn. Mættir voru Danni, Krissi, Atli og Steini. Raggi var fjarverandi. Við vorum með svona “Raqlette” (held ég sé að skrifa þetta rétt; einnig nefnt steinasteik... veit ekki hvaðan nafnið kemur). Naut og kjúlli, rautt og bjór, gratínkartöflur og grænmeti. Algert úrval. Svo var spilað ‘Viltu Vinna Milljón.’ Ég gerði betur og vann 5 millur. Ekki amalegt það.

Las bókina ‘Röddin’ eftir Arnald um daginn. Úrvals andskoti. Eiginlega jafn góð á ‘Grafarþögn’. Næst er ‘Mýrin’. Ég er eins og allir aðrir Íslendingar. Les það sem vinsælt er. En þetta er úrvals andskoti. Alltaf gott að lesa.

Lítið meira að frétta. Dagarnir líða bara áfram... lítið fútt þessa dagana; sem er samt eiginlega bara ágætt.

Lakers eru að gera það gott. Ég er svo sem búinn að vita það lengi að þeir eru langbestir. Kobe er hinn eini sanni kóngur deildarinnar. Ætla ekki að horfa á Stjörnuleikinn í kvöld... helvítis vinnan er of snemma. Tek hann samt upp og horfi á morgun. Mikið sakna ég NBA körfuboltans.

Ég hlakka til að fara til Myrtle Beach í vor. Ég ætla að fá mér nokkra kalda, horfa á NBA og fara svo í golf eldsnemma daginn eftir... alla dagana. Ekkert helvítis búðarráp.

Þetta er update dagsins.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Lakers update.

Andskoti er gaman að heyra og lesa að Lakers eru komnir með 50% vinningahlutfall. Og Kobe svona líka "on fire" . Shit. Hann er kóngurinn. Jordan hvað? Jordan getur hoppað uppí rassgatið á sér. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í stjörnuleiknum.

En er þetta grín að Crystal Palace hafi unnið Liverpool? Ég bara trúi þessu ekki. Menn mega og eru vinsamlegast beðnir um að segja allt slæmt um Liverpool. Þvílíkir niðurgangs-viðbjóðir!

Ég er off.

ps. West Ham eru samt verri !

laugardagur, febrúar 01, 2003

Hressleiki hér

Hvað er betra en að vakna klukkan 9 á laugardagsmorgni og sjá að Lakers hafi unnið Kings á útivelli. Ætla að vera svakalega productive í dag ... fór nefnilega á bókasafnið í gær og tók nokkrar spennandi bækur og blöð:

1) Lærðu að hlusta og tala Dönsku
2) HTML - á eigin spýtur
3) Tvö Economist blöð ... bara uppá flippið
4) Saga Bítlanna
5) Forrest Gump - á dönsku

Já, það er nóg að gera hér. Best að koma sér að verki. Svo er landsleikur á eftir... rússneski björninn á eftir að taka okkur í þurran anusinn.

Þar til síðar,
Hagnaðurinn