miðvikudagur, febrúar 19, 2003

About Schmidt og Michael Jackson

Skrapp í bíó í gær. Fór í Regnbogann að sjá Jack Lakers mann. Lakers menn eru góðir menn. Myndin var alveg hin ágætasta, eiginlega bara helvíti góð. Samt soldið hæg og eiginlega ekkert eins fyndin og ég bjóst við. Samt var óborganlegt þegar Kathy Bates fór úr öllum fötunum. Einnig var ein persónan með svakalegt sítt-að-aftan ... það er eiginlega þess virði að fara á myndina bara til að sjá mullettið. Afar hressandi. Þá var gaman að sjá hversu vel hefur tekist til við að breyta Regnboganum... spurning hvar Jón Ólafsson hafi fengið peninginn fyrir því.

Var líka loksins að horfa á myndina um Michael Jackson. Maður er ekkert búinn að vera með í umræðunni uppá síðkastið þar sem maður hafði ekki séð þáttinn. Fróðlegur þáttur mjög og gott að fá staðfestingu á því að Jacksoninn hefur bara farið í 2 lýtaaðgerðir. Þetta hef ég vitað lengi. Þá er Neverland ansi magnað. Þegar Hagnaðurinn hefur hagnast mikið þá ætlar hann að byggja svona Profit-ville.

Þetta er það helsta.
Hagnaðurinn