þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Jæja.

Allt að gerast að venju.

Við Harpa erum komin með ný drög að utanlandsferð í vor. Ferðatilhögun lítur ca. svona út:

Miðvikudagur 30. apríl ... KEF – Baltimore (eins gott að það verði tveir f. einn)
Miðvikudagur 30. apríl ... Baltimore – Myrtle Beach (komutími kl. 23:30)

Náum þá tveimur helgum í MB. Náum útskrift. Nokkrum golfferðum og fleira. Gæti orðið gott.

Þriðjudagur 13. maí ... Myrtle Beach – New York (komutími til NY kl. 12:00)
Við erum búin að finna ágætis *** hótel í miðbænum á móti ‘Madison Square Garden’ sem kostar svona 10.000 kall nóttin. Ekki slæmt og á besta stað. Ég geri ekki New Orleans mistökin aftur.

Fimmtudagur 15. maí ... New York – KEF (brottför ca. kl. 20:30)
Við náum þá næstum þremur heilum dögum í NY. Ágætis tími til að skoða það helsta og heilsa uppá celebin.

Þetta ætti ekki að verða of dýrt ... svo framarlega að það verði tveir fyrir einn eða eitthvað net-tilboð. Þá kostar þetta fyrir tvo með öllum flugum og hóteli í NY u.þ.b. 125.000. Jæja Danni, á að koma með ? Eða einhver annar.


‘Bekkjar’- partý framundan hjá gamla bekknum úr MS. Gæti verið áhugavert. Þetta verður haldið hjá Ragtoin á föstudaginn. Hver veit nema Himneskir Kokkar muni elda eitthvað á undan. Mikil spenna framundan. Hvað er fólk búið að vera að gera? og þannig. Væntanlega upprifjun til að byrja með.... svo bara áfengisdrykkja og skemmtilegheit og trúnaður.

Hagnaðurinn ... ekki að hagnast