sunnudagur, febrúar 16, 2003

Bekkjarpartý og Júróvísjón og Stuldur...

Nóg er búið að vera að gerast þessa helgina.

Á föstudaginn var bekkjarpartý hjá gamla 4-D úr M.S. Það var afar hressandi. Matur fyrst hjá nokkrum strákum. Átum folaldakjöt og svín. Því var troðið niður með rauðvíni. Jájá. Ekki slæmt það.

Svo var ég og Harpa með smá júróvísjón partý í gær. Mættir voru Helga, Steini og frú og Krissi. Róleg stemning. Ostar, vín, gos og svona. Nammi fyrir stelpurnar. Brigit Haukdal vann, því miður. Ég hringdi inn. Ég vildi ‘Leðjuna til Lettlands’. Þeir lentu því miður í öðru sæti. Helvítis andskotinn.

Var að stela nýjum diski af netinu. Hann heitir “Master and Everyone”, og er með Bonnie Prince Billy. Það var umfjöllun um hann í Fréttablaðinu í vikunni þar sem skeleggur gagnrýnandi þess ágæta blaðs, Birgir Örn Steinarsson (Maus-söngvari) sagði þetta vera frábæra plötu, og að söngvari þessi hefði fallegustu rödd í heimi. Því var um að gera að ná mér í þetta verk. Reyndist það vera afar gott, þó hressleikinn sé ekki mikill. Ég hafði reyndar áður náð mér í e-ð með þessum gaur, þá undir nafinu ‘Will Oldham’. Það er meira um þennan gaur í sunnudags-Mogganum. Endilega kynnið ykkur þetta.

Fátt annað nýtt. Jú, ég er víst að fara í atvinnuviðtal á morgun. Það er hjá bresku tískuvöru-verslunar-keðjunni ‘Next.’ Ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera þarna eða hvers konar starf er í gangi, en það hlýtur að vera betra en þetta sem ég er með núna.

Seinna,
Hagnaðurinn