Hagnaðurinn tjekkar sig inn...
Þá er komið sunnudagskvöld ... og mikið hlakka ég ekki til að fara í vinnuna á morgun. Vinnan er e-ð það leiðinlegasta sem ég geri. Það er afar leiðinlegt að vera ræstitæknir og burðardýr þegar manni langar ekkert til þess... helvítis atvinnulíf. Amalegt það.
Fór í bíó í gærkveldi ... var þar úrvarlsræma á ferðinni. Catch Me if You Can. Leonardo, Tom, og Kristó fóru á kostum. Öruggt leikstjórn hjá Steven sem klikkar eiginlega aldrei (undantekning ‘Artificial Intelligence’). Ég gef þessari mynd 82/100 stjörnur. Ekki amalegt það.
Ég hélt smá matarboð/karlakvöld á föstudaginn. Mættir voru Danni, Krissi, Atli og Steini. Raggi var fjarverandi. Við vorum með svona “Raqlette” (held ég sé að skrifa þetta rétt; einnig nefnt steinasteik... veit ekki hvaðan nafnið kemur). Naut og kjúlli, rautt og bjór, gratínkartöflur og grænmeti. Algert úrval. Svo var spilað ‘Viltu Vinna Milljón.’ Ég gerði betur og vann 5 millur. Ekki amalegt það.
Las bókina ‘Röddin’ eftir Arnald um daginn. Úrvals andskoti. Eiginlega jafn góð á ‘Grafarþögn’. Næst er ‘Mýrin’. Ég er eins og allir aðrir Íslendingar. Les það sem vinsælt er. En þetta er úrvals andskoti. Alltaf gott að lesa.
Lítið meira að frétta. Dagarnir líða bara áfram... lítið fútt þessa dagana; sem er samt eiginlega bara ágætt.
Lakers eru að gera það gott. Ég er svo sem búinn að vita það lengi að þeir eru langbestir. Kobe er hinn eini sanni kóngur deildarinnar. Ætla ekki að horfa á Stjörnuleikinn í kvöld... helvítis vinnan er of snemma. Tek hann samt upp og horfi á morgun. Mikið sakna ég NBA körfuboltans.
Ég hlakka til að fara til Myrtle Beach í vor. Ég ætla að fá mér nokkra kalda, horfa á NBA og fara svo í golf eldsnemma daginn eftir... alla dagana. Ekkert helvítis búðarráp.
Þetta er update dagsins.
Þá er komið sunnudagskvöld ... og mikið hlakka ég ekki til að fara í vinnuna á morgun. Vinnan er e-ð það leiðinlegasta sem ég geri. Það er afar leiðinlegt að vera ræstitæknir og burðardýr þegar manni langar ekkert til þess... helvítis atvinnulíf. Amalegt það.
Fór í bíó í gærkveldi ... var þar úrvarlsræma á ferðinni. Catch Me if You Can. Leonardo, Tom, og Kristó fóru á kostum. Öruggt leikstjórn hjá Steven sem klikkar eiginlega aldrei (undantekning ‘Artificial Intelligence’). Ég gef þessari mynd 82/100 stjörnur. Ekki amalegt það.
Ég hélt smá matarboð/karlakvöld á föstudaginn. Mættir voru Danni, Krissi, Atli og Steini. Raggi var fjarverandi. Við vorum með svona “Raqlette” (held ég sé að skrifa þetta rétt; einnig nefnt steinasteik... veit ekki hvaðan nafnið kemur). Naut og kjúlli, rautt og bjór, gratínkartöflur og grænmeti. Algert úrval. Svo var spilað ‘Viltu Vinna Milljón.’ Ég gerði betur og vann 5 millur. Ekki amalegt það.
Las bókina ‘Röddin’ eftir Arnald um daginn. Úrvals andskoti. Eiginlega jafn góð á ‘Grafarþögn’. Næst er ‘Mýrin’. Ég er eins og allir aðrir Íslendingar. Les það sem vinsælt er. En þetta er úrvals andskoti. Alltaf gott að lesa.
Lítið meira að frétta. Dagarnir líða bara áfram... lítið fútt þessa dagana; sem er samt eiginlega bara ágætt.
Lakers eru að gera það gott. Ég er svo sem búinn að vita það lengi að þeir eru langbestir. Kobe er hinn eini sanni kóngur deildarinnar. Ætla ekki að horfa á Stjörnuleikinn í kvöld... helvítis vinnan er of snemma. Tek hann samt upp og horfi á morgun. Mikið sakna ég NBA körfuboltans.
Ég hlakka til að fara til Myrtle Beach í vor. Ég ætla að fá mér nokkra kalda, horfa á NBA og fara svo í golf eldsnemma daginn eftir... alla dagana. Ekkert helvítis búðarráp.
Þetta er update dagsins.
<< Home