miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Ferðahugur í Hagnaðinum...

Var að panta ferð til Köben. Fer á laugardaginn ásamt Hagnaðarínu. Höfum allan laugardaginn og sunnudaginn... komum svo heim seinnipartinn á mánudag. Fín ferð örugglega. Kostaði ekki mikið, þökk sé Iceland Express. Þeir voru með eitthvað nettilboð... kostaði bara 9800 kall báðar leiðir með sköttum per mann !!! Ekki slæmt það. Það verður tjekkað á því helsta í Köben... Kristjanía og þetta allt saman.

Kem örugglega með ferðasögu eftir helgi. Þá vill ég minna á Lakers síðuna. Hún er afar skemmtileg og fróðleg.

Hagnaðurinn