Hvalfjörðurinn...
Ég og Gústi bróðir hjóluðum Hvalfjörðinn í dag, eins og við höfðum planað. Aðrir sem sýndu áhuga gugnuðu.
Við tókum strætó (rútu) frá Mosó klukkan 08:45 í morgun uppá Akranes (hugmynd fengin frá Dr. Gunna). Þaðan fórum við svo klukkan 09:25. Veðrið var ágætt, 13 stiga hiti ca, skýjað allan tímann og norðvestan andvari. Það var því smá meðvindur inn fjörðinn, en mótvindur til baka.
Nokkrar mælingar, frá miðbæ Akraness:
Göngin: 10 km
Gatnamót þar sem við beygjum inní Hvalfjörðinn: 23 km (mun lengra en ég hélt)
Ferstikla: 36 km
Botnsdalur: 50 km
Laxá í Kjós: 70 km
Göng austan megin (fjörður kláraður): 85 km
Heim að bíl í Mosó: 104 km
104 km voru það, en áður hafði ég mest hjólað tæpa 40 km. Það tók um 4:20 að hjóla þetta, en alls 5 tíma ferð með stoppum, sem voru þrjú. Meðalhraði um 23 km/klst, en lækkaði eftir því sem leið á.
Þetta var vægast sagt geðveikislega erfitt. Í Botnsdal (50 km) var ég orðinn virkilega þreyttur í löppunum. Úthaldið var í góðu lagi, en mig verkjaði í lappirnar og rassinn. Síðan bættust við bak-óþægindi. En það var ekki aftur snúið. Það var aldrei option að gefast upp. Það voru nokkrar viðurstyggilegar brekkur á leiðinni út fjörðinn, og þá sérstaklega ein sem var á milli Hvammsvíkur og Kjósar minnir mig. Þar fór ég niðrí annan gír, en slíkt hefur ekki gerst í áraraðir.
Ánægjan að komast til byggða - heimabæ Sigurrósar - var mikil.
Lærdómur:
* Ég ofmat hjóla-úthald mitt.
* Í minningunni var alltaf talað um Hvalfjörðinn sem langan og ljótan fjörð, en eftir göngin virðist vera talið að þetta sé fallegur fjörður. Ég gat ekki séð það. Það virtist vera huggulegt upp í Botnsdal og í Kjósinni, en flest annað var lítt spennandi.
* Aðstaða til hjólreiða á þjóðvegi 1 á skalanum 1-10 er svona 2. Vegaxlir eru í molum eða ekki til staðar.
* Það er styttra að fara norðanmegin við Akrafjallað en sunnanmegin. Munurinn að Hvalfirðinum er 8 km.
* Fjallahjól með monster-dekkjum eru ekki sniðug í langferðir.
* Og margt fleira....
Myndir:
1) Við gatnamótin inní Hvalfjörð.
2) Ég fyrir ofan hvalstöðina, draugabæ. 43 km komnir.
3) Gústi fær sér að drekka í pásu 2, eftir um 65 km.
4) Ég í Kjósinni. Ber mig vel, þrátt fyrir allt.
Við tókum strætó (rútu) frá Mosó klukkan 08:45 í morgun uppá Akranes (hugmynd fengin frá Dr. Gunna). Þaðan fórum við svo klukkan 09:25. Veðrið var ágætt, 13 stiga hiti ca, skýjað allan tímann og norðvestan andvari. Það var því smá meðvindur inn fjörðinn, en mótvindur til baka.
Nokkrar mælingar, frá miðbæ Akraness:
Göngin: 10 km
Gatnamót þar sem við beygjum inní Hvalfjörðinn: 23 km (mun lengra en ég hélt)
Ferstikla: 36 km
Botnsdalur: 50 km
Laxá í Kjós: 70 km
Göng austan megin (fjörður kláraður): 85 km
Heim að bíl í Mosó: 104 km
104 km voru það, en áður hafði ég mest hjólað tæpa 40 km. Það tók um 4:20 að hjóla þetta, en alls 5 tíma ferð með stoppum, sem voru þrjú. Meðalhraði um 23 km/klst, en lækkaði eftir því sem leið á.
Þetta var vægast sagt geðveikislega erfitt. Í Botnsdal (50 km) var ég orðinn virkilega þreyttur í löppunum. Úthaldið var í góðu lagi, en mig verkjaði í lappirnar og rassinn. Síðan bættust við bak-óþægindi. En það var ekki aftur snúið. Það var aldrei option að gefast upp. Það voru nokkrar viðurstyggilegar brekkur á leiðinni út fjörðinn, og þá sérstaklega ein sem var á milli Hvammsvíkur og Kjósar minnir mig. Þar fór ég niðrí annan gír, en slíkt hefur ekki gerst í áraraðir.
Ánægjan að komast til byggða - heimabæ Sigurrósar - var mikil.
Lærdómur:
* Ég ofmat hjóla-úthald mitt.
* Í minningunni var alltaf talað um Hvalfjörðinn sem langan og ljótan fjörð, en eftir göngin virðist vera talið að þetta sé fallegur fjörður. Ég gat ekki séð það. Það virtist vera huggulegt upp í Botnsdal og í Kjósinni, en flest annað var lítt spennandi.
* Aðstaða til hjólreiða á þjóðvegi 1 á skalanum 1-10 er svona 2. Vegaxlir eru í molum eða ekki til staðar.
* Það er styttra að fara norðanmegin við Akrafjallað en sunnanmegin. Munurinn að Hvalfirðinum er 8 km.
* Fjallahjól með monster-dekkjum eru ekki sniðug í langferðir.
* Og margt fleira....
Myndir:
1) Við gatnamótin inní Hvalfjörð.
2) Ég fyrir ofan hvalstöðina, draugabæ. 43 km komnir.
3) Gústi fær sér að drekka í pásu 2, eftir um 65 km.
4) Ég í Kjósinni. Ber mig vel, þrátt fyrir allt.
Efnisorð: Hjólreiðar, Mælingar
<< Home