þriðjudagur, september 16, 2008

Heimatilbúin þríþraut...

Ég tók létta þríþraut á laugardaginn ásamt Ommadonna (WACC).

a) Synt 700 metra í innilauginni í Laugardal.
b) Hlaupið 5 km á hlaupabretti (yfir Liv-Manu).
c) Hjólað 12 km.

Heildartíminn var um 65 mínútur.

********************

Til samanburðar var Malibu þríþrautin haldin um helgina:
800 metra sund.
29 km hjól.
6,4 km hlaup.

Jennifer Lopez kláraði á 2:23.
Matthew McConaughey kláraði á 1:43.
Sigurtími karla: 1:18.
Heimild.

Sjálfur myndi ég allavega stefna á:
Sund: 12 mín
Hjól: 60 mín (miðað við engar brekkur)
Hlaup: 30 mín
Samtals: 1:42

Það dugar í að sigra Matthewinn.
Kannski að maður prófi þetta einn daginn.

Efnisorð: , ,