miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Kvikmynd...

Ég horfði á The Sentinel í gær. Kiefer Suðurland leikur í myndinni ásamt öðrum.

Þetta er ekki góð mynd.
Þetta er samt enginn viðbjóður. En hvernig stendur á því að Kieferinn sjálfur, Jack Bauer himself, aðdráttarafl myndarinnar... hvernig stendur á því að hans karakter heitir David Breckinridge.

Brekkin-ridds.

David Breckinridge: Holster your weapon!

45/100 *

mánudagur, ágúst 28, 2006

Sufjan Stevens...

Það lítur út fyrir að ég hafi tryggt mér miða á fyrri tónleika Sufjan Stevens. Þeir verða haldnir í Fríkikjunni þann 17. nóvember næstkomandi.

Af því tilefni skulum við nú sjá meistarann leika nýja útgáfu af bandaríska þjóðsöngnum.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Helgin framundan...

Þá er ég kominn í langt helgarfrí eftir 2 daga vinnuviku. Reyndar er þetta það sem koma skal fram að áramótum, því ég mun verða í feðraorlofi á þriðjudögum og fimmtudögum til áramóta. Hressandi.

Um helgina fer ég í brúðkaup í Úthlíð ásamt hátt í 300 hundrað manns. Það ætti að vera skemmtilegt og áhugavert. Til að þurfa ekki að keyra í bæinn að brúðkaupi lokni hef ég tekið á leigu sumarbústað skammt frá Selfossi. Þetta er vinnubústaður með heitum potti og allskonar þægindum.

Golfsettið mun fara með!
Veðurspáin er að vísu ekkert sérstök, en hver þarf gott veður þegar hann er með glænýtt golfsett? Við erum að tala um Callaway járn, Ping G5 3-tré, Ping G5 Anser pútter, og öllu þessu er troðið í nýja Callaway golfpokann.

Gripið og sveiflan eru óbreytt.

Ég hyggst spila Öndverðarnesið á laugardagsmorgun. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Gæjar....

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Umferðin...

Skólar landsins eru byrjaðir. Það mátti glögglega greina á umferðinni í morgun. Stífla á móts við Endurvinnsluna, og hún leystist svo rétthjá Ikea. Þetta er samt ekki neitt neitt; tók kannski 20 mín að keyra í vinnuna úr breiðholtinu.

Það er önnur saga í USA!
Þar þurfti ég að keyra í 20 mínútur ef ég þurfti að pissa eða prumpa, eða kaupa mér vatn til að pissa meira. Þvílíkar vegalengdir, fakkkkk. Og umferðarljósin, stundum tóku rauð ljós hátt í 5 mínútur.

Annars þarf að fara að leyfa hægri beygju á hægri akrein á rauðu ljósi, og það ekki seinna en strax. Þetta hlýtur að vera kosningamál. Kosningarmál segi ég.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Entourage...

Í veikindum mínum síðastliðna nótt tók ég mig til og horfði á Entourage; og kláraði svo seríuna núna áðan. Þetta eru að vísu ekki nema 8 þættir, 25-30 mín hver.

Einar Örn mælti með þessum þáttum.

Ég held að þetta sé með því allra fyndnasta og skemmtilegasta sem ég hef horft á. Kevin Dillon (Lonnie McRae í 2.seríu 24, þið munið gæinn með neðanjarðarbyrgið) leikur einhvern alsniðugasta karakter sem ég hef séð.

Drífið ykkur nú á leiguna.
Season 3 er núna í gangi á HBO.

Tannrótarbólga...

Klukkan er að verða 2 og ég sit við tölvuna. Ég get ekki hugsað mér að fara að sofa. Ástæða?

Jú, ég er með tannrótarbólgu í jaxli, sem leiðir uppí eyra. Þetta er tvöfaldur 'hjartsláttur' með tilheyrandi verkjum. Ég er búinn að vera með þetta í rúma 10 daga, sem þýðir að ég var með þetta á Florida. Gaman.

Ég er búinn að lifa á exedrine extra strength, 2 töflum 4 sinnum á sólarhring, en það er hámarksskammtur. Ég þarf á tvöföldum hámarksskammti að halda. Væll.

Í dag fór ég til tannlæknis. Hann deyfði á mér hálft andlitið og mér leið vel í fyrsta sinn í langan tíma. Um kvöldmatarleitið fór deyfingin að dofna og verkurinn kom til baka, margfalt sterkari en hann var áður. Eðlilegt?

Hvað gerði Gísli Súrsson á svona stundu?
Beit hann bara á jaxlinn???

Es. Ég gæti þurft að púlla all-nighter, og hringja svo í tannsa við fyrsta hanagal.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Hello!

It's good to be back

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Með kveðju frá Orlando...


 Posted by Picasa

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Orlando...

Hagnaðurinn er staðsettur í Orlando. Verð hérna í viku, og það má með sanni segja að ég bý í höll þessa dagana. Rosa fínt hús.

Hitinn er gríðarlegur.

Ferðin út gekk vel, og Kristín María var pollróleg og yfirveguð í fluginu, rétt eins og faðir sinn.

Í gærkvöldi var troðið í sig nautalund með tilheyrandi á Outback Steakhouse. Það var ekkert sérstakt. Aha. Við sama tilefni fékk Kristín María smá rjóma með súkkulaði á. Hún brosti, hló og skríkti af kæti. Athöfnin náðist á myndband.

Kveðja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

2nd Annual Clint Invitational Golf Tournament - Samantekt

Mótið var haldið þann 29. júlí 2006 á Svarfhólsvelli á Selfossi. Spilaðar voru 9 holur með Texas Scramble fyrirkomulagi, punktakeppni. Veðurblíðan var með eindæmum góð.
32 spilarar tóku þátt.


Verðlaun:
1. sæti: Einar Örn + Sigurjón = 20 punktar, 42 högg.
2. sæti: Viðar + Baldur Knúts = 19 punktar.
3. sæti: Biggington + Daði = 19 punktar, 41 högg.

Nándarverðlaun á 4.braut: Gunnar Jarl = 6,69 m.
Nándarverðlaun á 7.braut: Óli = 3,53 m.

Lengsta drive á 8.braut: Einar Örn.

Besta nýting vallar: Krissi.
Flottasti búningur: Róbert

Dregið úr skorkortum: Ýmsir.

Kylfingar:
Biggington+Daði
Einar Örn+Sigurjón
Brian+Danni
Dóri+Svavar
Simmi+Tómas Oddur
Óli+Atli
Gilsi+Bjarni Þór
Pétur+Eggert
Addi+Elvar
Jón G. Geirdal+Krissi
Stígur+Skúli Mag
Ómar+Sveinbjörn
Viðar+Baldur
Palli+Ævar
Gunnar Jarl+Ási
Óli Þóris+Róbert

Styrktaraðilar:
Sirkus, Clint, American Style, Blackberry, Mastercard, Esso, Visa, Danól, Landsbankinn, Skania, Ölgerðin, MS, Vífilfell, Emmess.

Hér er samantekt 1st Annual Clint Invitational.

Ég þakka kylfingum fyrir þátttökuna,
Mótsstjórinn

Florida...

Ég er á leiðinni til Florida -- veðurspáin er ágæt. Heitt og rakt.

Fyrst verður stoppað í stóru húsi í Orlando (nánar tiltekið í Emerald Islands Resort sem er í Kissimmeeeee) í viku, en húsið var pantað af þessari síðu. Ég veit, þetta er ótrúlega flott síða og aðlaðandi mjög.

Síðan verður brunað í suðvestur í áttina að Siesta Key, og verið þar í 8 nætur.

Ég er temmilega spenntur. Vegna rifins liðbands og skaddaðra liðþófa mun ég ekki mikið láta til mín taka. Upphaflega hafði ég ráðgert að spila mikið golf, leika mér í tennis og körfubolta, og kannski gera góða hluti útí sjó. Þess í stað verður fókusinn á verslanir, sólböð og mat/drykk.

Svona er þetta bara.
Menn eiga bara að kúka í hádeginu.

Ps. Ég var að kaupa mér golfsett og golfpoka á Ebay. Dollarinn var líka að detta undir 71 kr. rétt í þessu.