Helgin framundan...
Þá er ég kominn í langt helgarfrí eftir 2 daga vinnuviku. Reyndar er þetta það sem koma skal fram að áramótum, því ég mun verða í feðraorlofi á þriðjudögum og fimmtudögum til áramóta. Hressandi.
Um helgina fer ég í brúðkaup í Úthlíð ásamt hátt í 300 hundrað manns. Það ætti að vera skemmtilegt og áhugavert. Til að þurfa ekki að keyra í bæinn að brúðkaupi lokni hef ég tekið á leigu sumarbústað skammt frá Selfossi. Þetta er vinnubústaður með heitum potti og allskonar þægindum.
Golfsettið mun fara með!
Veðurspáin er að vísu ekkert sérstök, en hver þarf gott veður þegar hann er með glænýtt golfsett? Við erum að tala um Callaway járn, Ping G5 3-tré, Ping G5 Anser pútter, og öllu þessu er troðið í nýja Callaway golfpokann.
Gripið og sveiflan eru óbreytt.
Ég hyggst spila Öndverðarnesið á laugardagsmorgun. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband.
Kveðja,
Hagnaðurinn
Um helgina fer ég í brúðkaup í Úthlíð ásamt hátt í 300 hundrað manns. Það ætti að vera skemmtilegt og áhugavert. Til að þurfa ekki að keyra í bæinn að brúðkaupi lokni hef ég tekið á leigu sumarbústað skammt frá Selfossi. Þetta er vinnubústaður með heitum potti og allskonar þægindum.
Golfsettið mun fara með!
Veðurspáin er að vísu ekkert sérstök, en hver þarf gott veður þegar hann er með glænýtt golfsett? Við erum að tala um Callaway járn, Ping G5 3-tré, Ping G5 Anser pútter, og öllu þessu er troðið í nýja Callaway golfpokann.
Gripið og sveiflan eru óbreytt.
Ég hyggst spila Öndverðarnesið á laugardagsmorgun. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband.
Kveðja,
Hagnaðurinn
<< Home