þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Tannrótarbólga...

Klukkan er að verða 2 og ég sit við tölvuna. Ég get ekki hugsað mér að fara að sofa. Ástæða?

Jú, ég er með tannrótarbólgu í jaxli, sem leiðir uppí eyra. Þetta er tvöfaldur 'hjartsláttur' með tilheyrandi verkjum. Ég er búinn að vera með þetta í rúma 10 daga, sem þýðir að ég var með þetta á Florida. Gaman.

Ég er búinn að lifa á exedrine extra strength, 2 töflum 4 sinnum á sólarhring, en það er hámarksskammtur. Ég þarf á tvöföldum hámarksskammti að halda. Væll.

Í dag fór ég til tannlæknis. Hann deyfði á mér hálft andlitið og mér leið vel í fyrsta sinn í langan tíma. Um kvöldmatarleitið fór deyfingin að dofna og verkurinn kom til baka, margfalt sterkari en hann var áður. Eðlilegt?

Hvað gerði Gísli Súrsson á svona stundu?
Beit hann bara á jaxlinn???

Es. Ég gæti þurft að púlla all-nighter, og hringja svo í tannsa við fyrsta hanagal.