laugardagur, júlí 31, 2004

Look:

Celebrity Watch á föstudegi.

Ég held að föstudagurinn hafi aldrei klikkað í sumar. En í gær var leiðinlegt veður, rok og rigning. Leit því út fyrir að misskildu listamennirnir og allir alþingismennirnir væru bara heima hjá sér að lesa bók og drekka heitt kakó með Wagner á fóninum.

En nei. Eftir vinnu var ég að labba útí bíl. Sá ég ekki bara Valgeir Guðjónsson. Þriðja skiptið í sumar. Hann fer að ná Merði í flestum "watchum". Mörðurinn er nú samt kóngurinn.

Ég hringdi strax í Steina. Skyldan kallaði. Hann fagnaði þessu, sem vera bar.

Þess má geta að Steini mætti með bindi í vinnuna 4 daga af 5 þessa vikuna. Það telst mjög gott. Hann var meira að segja með bindi á "casual friday".

Verslunarmannahelgin:

Helgin fór rólega af stað. Fór á Ölver í gærkveldi. Sá Liverpool - Porto. Ekki nógu sannfærandi hjá mínum mönnum. Töpuðu 1-0. Það voru sanngjörn úrslit, enda Porto menn hættulegri fram á við.

Núna á að skella sér í bíltúr vestur á land. Komið til baka í kvöld. Partý!

Update later. Slater. Christian. Matthew. John. Wayne. Eastwood.

Hagnaðurinn

föstudagur, júlí 30, 2004

Haukur (e. Hawk)...

... ku vera nr. 13.193 í röð algengustu orðanna í enskri tungu. Næst á eftir kemur kidnapped, og síðan kemur Faldo

... Nick Faldo?

Er ég að fara að ræna Nick Faldo?
Hefur hann rænt golf-sveiflunni minni?
Mun ég vinna Opna Breska?

Þetta eru allt spurningar sem koma strax upp í hugann.

Þetta má allt sjá á http://http://www.fabrica.it/wordcount/

Góða skemmtun,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Celebrity Watch:

Mánudagur:
Auddi Blö

Þriðjudagur:
Hugleikur Dagsson - "kvikmyndaspekingur" og "listamaður"
Guðlaugur Þór Þórðarson - alþingismaður
Kolbrún Pálína - fyrrverandi fegurðardrottning
Björn Thors - leikari

... og dagurinn rétt að byrja.

Stuð,
Hagnaðurinn
Hvaða helvítis rugl er þetta....

.... http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=17088

Spurning hvort Hagnaðurinn verði ekki að fara að taka upp veskið!

Damn it.
Diego.
Productívur dagur í gær...

... að loknum venjulegum vinnudegi tóku við alls konar útréttingar.

1) Heimsótti minn gamla vinnustað, Castróvelli. Enginn Castró var við, en ég hitti mikið af sniðugu fólki og eilífðar-flokksstjórum.... segi ég !!!

2) Fór með NY-jakkafötin í styttingu .... loksins.

3) Lét athuga með hljóðið hvimleiða í bílnum. Var ekkert big time problem eftir allt. Bara önnur fóðringin að aftan. Þruma mér bara í umboðið og græja þetta.

4) Skúrað að venju. Gott tempó.

5) Matarboð hjá Siggu Pje. Fékk þar fínustu Fajitas. Vantaði reyndar Paul Newman´s salsa, en það slapp alveg.

6) Taka flísar niður af svölunum heima.

7) Taka til uppá bókaskáp heima.

8) Skipuleggja kvittanir og taka til í bókhaldinu.

... held þetta hafi bara verið í fyrsta skipti í langan langan tíma sem ekki er kveikt á sjónvarpinu að kvöldi til í Hagnaðarsetrinu.

Það er hressandi .... og soldið Arnar Gauta-legt .

Hann er líka metró, en ekki ég.
Hagnaðurinn

mánudagur, júlí 26, 2004

Look....

...helgin var fín.

Sá reyndar ekkert celeb á föstudaginn, en ástæðan fyrir því var að ég var að steggja svila minn, og fór því fyrr heim.

Steggjunin:
Ég kom lítið að undirbúningi þessarar steggjunar, en var samt nokkuð aktívur í þátttöku. Það var farið illa með hann Ómar. Verst var líklega að hann var landsliðsþjálfari í 3 daga (eða svo hélt hann). Svekkjandi.

Það var flippað alls konar um daginn. Farið í Kringluna með hann í einhvern leik. Það vakti lukku.

Svo var líka farið í http://www.m16.is, sem var afar hressandi og mæli ég með því fyrir alla vinnustaði, sem hefur ekki of marga kvenmenn. Já, þetta er karlmennskusport, hvað sem þið segið.

Um kvöldið var svo partý, grill og fjör.

Endað á Hverfis, eða réttara sagt, endað heima.

Jájá.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Celeb Watch á fimmtudegi:

1) Gunnlaugur Jónsson skagamaður
2) Hrannar fyrrverandi borgarfulltrúi
3) Snorri Steinn handboltamaður

Dagurinn er rétt að byrja.

Kannski við sjáum Dag Sigurðsson á eftir.

Hagnaðurinn
Listen ...

... aðeins meira um golfferðina á mánudaginn.

Fór með honum Gráa Glæpon. Spilað á Oddfellow vellinum í Heiðmörk. Kallinn var sjóð-bullandi heitur.

Spiluðum 9 holur, þar af vann ég 7, og 2 féllu jafnar.
M.a. var tekinn einn birdie.

Hvað get ég sagt?
Hvað get ég sagt?

Tiger Woods
Síðustu þrír dagar í stuttu máli...

Mán -- Vinna - (Vinna) Golf - Skúra - Sofa
Þri -- Vinna - (Vinna) Golf - Skúra - Sofa
Mið -- Vinna - (Vinna) Golf - Skúra - Sofa

Dagurinn í dag: Vinna - ekki fara í golf - sleikja sólina - skúra - sofa snemma

Einn dans við mig
Einn dans við mig mig mig mig mig
Einn dans við mig
Ú-Ú-Ú-Ú
Einn dans við mig
 
Downtown Celeb Watch:
Mán: Árni Þór
Þri: Dabbi Odds
Mið: Gunni Örlygs þingmaður og Illugi Jökuls

Hagnaðurinn 

mánudagur, júlí 19, 2004

Helgin...
 
... var með þeim betri í langan tíma.
 
Föstudagur:
Helgin var byrjuð á því að pirra sig á tölvumálum og internet-tengingu. Það er alltaf hressandi.
 
Síðan var snúið sér að flatböku-bakstri. Í veislu komu Danni og Kristjana, og Atli og Erna. Sex manns, tólf pítsur. Allir saddir, og allir glaðir.
 
Laugardagur:
Harpa fór snemma til vinnu, enda ofurkona. Hringdi hún og vakti mig snemma, enda engin ástæða til að sofa þegar vel viðrar úti. Það hefur viðrað vel til loftárása undanfarið.
 
Ég, Atli, Steini og Erna tókum okkur til og klifum Keili. Keilir er einmitt keilulaga fjall (379 m) á Reykjanesskaganum, skammt frá hinu lífshættulega Kúagerði.
 
Keilir er lítið fjalla, en það er smá krókur að komast að því. Alls tók ferðin 2 klst. Það er ágætis rúntur.  18 mín tók að labba upp á góðum hraða. 9 mín tók að komast niður á helmingi meiri hraða.
 
Að lokinni fjallgöngu var síðan farið í Bláa Lónið. Þangað hafði ég ekki komið frá því um miðjan ágúst 1999, skömmu áður en ég fór til USA í fyrsta skipti.
 
Óðaverðbólga hefur myndast þarna fyrir utan Grindavík, og kostar nú 1.200 ISK í kvikindið. Lítið var um Íslendinga í lóninu. Mátti búast við því. Fín ferð, þreyttur í löppum og sæði í hári.
 
Laugardagur/kvöld:
Partí um kvöldið. Haldið í sveitinni að heimili Gráa Glæponsins. Allir mættir. Grill, og læti. Aðallega læti, en soldið grill.
 
Danni og Krissi skutu í golfbolta. "Slá í grasið", sagði Danni. Þetta var sögulegt. Danni er kominn með bakteríuna, en Krissi veiruna. Ég er með hvort tveggja.
 
Eftir mikla drykkju og rosa fjör var farið í bæinn. Destination Rex. Nú var búið að opna þennan fornfræga stað aftur eftir breytingar. Tókust þær vel.
 
Því næst var farið á Hressó. Þar var Crew-ið mætt. Stoppaði stutt. Fór heim með Hörpu rétt um 03:30.
 
Sunnudagur:
Af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum tókst Hörpu að vakna eldsnemma og fara í ræktina. Ég svaf til hádegis, og fékk svo Macca, og 2 exedrine.
 
Tók svo bæinn á þetta. Leitaði að celeb-um með tunguna úti. Þefandi. Sá eitthvað leikarapakk, en engan þingmann. Þeir vinna ekki um helgar.
 
Restin af deginum fer ekki í sögubækurnar.
 
Þetta var mín helgi.
 
Ég er Hagnaðurinn

föstudagur, júlí 16, 2004

Kobe Bryant....
 
... hefur ákveðið að semja aftur við Lakers, og núna til 7 ára. Samningurinn er metinn á ca. 136 mil. dollara.
 
Það eru ca. 9.737.600.000 ISK miðað við gengið í dag.
 
Hagnaðurinn fagnar þessum tímamótum.
Það er nýtt "Showtime" í uppsiglingu.
 
Jamm Jamm.
Hagnaðurinn

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Ofur-Hagnaður...

... brá sér á golfvöllinn í gærkvöldi, og gaman að segja frá því að maður er kominn með smá touch aftur. Var að bomba 200 metra + hvað eftir annað... og stundum beint líka.... MÚHA !!!

... Svo var vaknað klukkan rúmlega 06:00 í morgun og skellt sér í ræktina. Nema hvað, haldiði að Hagnaðurinn hafi ekki bara hlaupið 10 km. Aldrei hlaupið jafn langt í einni rispu. Ekki einu sinni hjá Shaun Docking í USA. Jamm Jamm Jamm.

Þetta eru rúmir tveir (2) Selja-hringir. Shiiiiitt.

Tók mig 50 mínútur, sem er einmitt nákvæmlega sami tími og tekur að hlusta á Definitely Maybe, fyrstu plötu Oasis; sem ég var einmitt með í spilarann.

Þrjár syrpur í viðbót og ég er kominn með maraþonhlaup.

Hversu magnað er það?
Hagnað?

mánudagur, júlí 12, 2004

Listen...

... þriðju þáttaröð af spennuþáttunum góðu 24 lauk í gær á Stöð 2. Af virðingu við þá sem eiga eftir að sjá þessa snilld segi ég bara góða skemmtun.

Aight?

Tony...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Hárið... dómur !!!

Ég fór á forsýningu á Hárinu í gær ásamt Hörpu. Var þessi ferð í boði fjölmiðlarisans Norðurljós. Ástæðan er sú að bróðir minn nennti ekki að fara. Hann vinnur þar. Venjulegt miðaverð ku vera 3.500 ISK.

Sýningin var ekki alveg tilbúin í gærkvöldi, þrátt fyrir að frumsýning sé á föstudag, og því kannski nokkur atriði sem hefðu mátt vera aðeins betri. En það voru smáatriði. Segi ég, leikhússpekingurinn.

Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir verkinu. Selma, kona hans, fer með stórt hlutverk. Hilmir Snær er í hlutverki blökkumanns. Björn Thors er Berger, og Davíð, sonur biskupsins fer með hlutverk Voffa. Þá er þarna Sverrir Bergmann (hálslausi maðurinn sem lítur út eins og Beetlejuice) að gaula eitthvað, auk Helga Rafns, Idol stjörnu. Aðrir koma einnig við sögu.

Hljómsveitina skipa Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær og aðrir þungavigtarmenn.

Sýningin:
Sýningin er í Austubæ, gömlu Bíóborginni. Þangað hefur maður komið nokkrum sinnum áður, en aldrei eftir breytingar. Þær hafa tekist vel og er þetta bara hið fínasta leikhús. Segi ég, leikhússpekingurinn.

Hins vegar var alveg bullandi heitt þarna inn og það þarf að laga. Af mér draup sviti.

Ég sá ekki Hárið á sínum tíma. Ég fer sjaldan í leikhús (hence, leikhússpekingurinn). En ég veit hvað ég sé og hvað ég heyri.

Hárið var nokkuð skemmtilegt bara. Reyndar er þetta þannig séð ekki um neitt. Þetta er bara fólk að syngja, og í sumum tilfellum að gaula. Þess á milli er reynt að hafa skemmtilegar samræður. Það tókst nokkuð vel. Sérstaklega fannst mér Hilmir Snær skemmtilegur. Reyndar er hann eiginlega alltaf skemmtilegur. Þá átti biskupssonurinn ágæta spretti, en stundum átti hann að vera fyndinn, en bara var það ekki. Væntanlega ekki honum að kenna.

Í hnotskurn:
Ágætis skemmtun. Nokkur sterk lög sem voru vel flutt. Fólk að dansa í takt, en samt ekki alveg í takt. Tveggja tíma sýning. Einföld sviðsmynd.

70/100 *

Segi ég, leikhússpekingurnn.
Hagnaðurinn

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hárið á mér...

... "er ljósbrúnt" ef marka má orð klippi-konunnar minnar. Þetta sagði hún í gær.

Hárið...

... í kvöld. Hagnaðurinn mun fara ásamt Hörpu á forsýningu þessa söngleiks kl. 20:00 í kvöld. Spennandi stöff.

Jájá.
Hagnaðurinn
Hagnaðurinn fékk þennan tölvupóst frá einhverjum í HÍ:

Nokkrar Macintosh-tölvur (PowerMac 6100) fást gefins. Farnar að eldast og
ráða ekki við allra nýjasta hugbúnað, en í ágætu lagi. Henta t.d. ágætlega
til að skrifa ljóð eða til annarra skapandi verka þar sem ekki er þörf á
miklum grafískum flugeldasýningum eða yfirþyrmandi reiknihraða.


Hressandi!!!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Fram-Keflavík...

... sá minn fyrsta leik með Fram þetta árið í gær. Sá reyndar bara síðustu 35 mín gegn Keflavík í bikarnum.

Ekki voru þeir nú að standa sig í stykkinu strákarnir. Til að gera langa sögu stutta þá getur liðið nú farið að einbeita sér að því að falla ekki með fæst stig í sögu deildarinnar. Held það gæti reyndar orðið erfitt.

... En veðrið var gott.

Hagnaðurinn

mánudagur, júlí 05, 2004

Það sem gengur á...

... Hagnaðinum finnst Björn Bjarna bara hress.

... Hagnaðurinn hagnaðist um 14 flöskur af áfengi með frækilegri framgöngu Grikkja.

... Hagnaðurinn keypti sér tölvu í dag á tæpar 60.000 kr.

... Hagnaðurinn ætlar að klippa sig á morgun.

Ávallt Hagnaður,
Hagnaðurinn

föstudagur, júlí 02, 2004

Hress...

... sæl veriði.

Hagnaðurinn hérna. Búinn að vera slakur undanfarið. Júnímánuður var ógurlega fljótur að líða.

Nýr mánuður. Ný tækifæri.

Sigrað í nýliðaflokki á golfmóti um daginn. Fékk medalíu. Hálf púkó. Utanlandsferð hefði verið fín. Veðrið var reyndar brjálað. Spilaði samt nokkuð vel.

Vinnan er hressandi. Samt ekkert stressandi.

Þetta er helst,
Hagnaðurinn