miðvikudagur, júlí 28, 2004

Productívur dagur í gær...

... að loknum venjulegum vinnudegi tóku við alls konar útréttingar.

1) Heimsótti minn gamla vinnustað, Castróvelli. Enginn Castró var við, en ég hitti mikið af sniðugu fólki og eilífðar-flokksstjórum.... segi ég !!!

2) Fór með NY-jakkafötin í styttingu .... loksins.

3) Lét athuga með hljóðið hvimleiða í bílnum. Var ekkert big time problem eftir allt. Bara önnur fóðringin að aftan. Þruma mér bara í umboðið og græja þetta.

4) Skúrað að venju. Gott tempó.

5) Matarboð hjá Siggu Pje. Fékk þar fínustu Fajitas. Vantaði reyndar Paul Newman´s salsa, en það slapp alveg.

6) Taka flísar niður af svölunum heima.

7) Taka til uppá bókaskáp heima.

8) Skipuleggja kvittanir og taka til í bókhaldinu.

... held þetta hafi bara verið í fyrsta skipti í langan langan tíma sem ekki er kveikt á sjónvarpinu að kvöldi til í Hagnaðarsetrinu.

Það er hressandi .... og soldið Arnar Gauta-legt .

Hann er líka metró, en ekki ég.
Hagnaðurinn