Helgin...
... var með þeim betri í langan tíma.
Föstudagur:
Helgin var byrjuð á því að pirra sig á tölvumálum og internet-tengingu. Það er alltaf hressandi.
Síðan var snúið sér að flatböku-bakstri. Í veislu komu Danni og Kristjana, og Atli og Erna. Sex manns, tólf pítsur. Allir saddir, og allir glaðir.
Laugardagur:
Harpa fór snemma til vinnu, enda ofurkona. Hringdi hún og vakti mig snemma, enda engin ástæða til að sofa þegar vel viðrar úti. Það hefur viðrað vel til loftárása undanfarið.
Ég, Atli, Steini og Erna tókum okkur til og klifum Keili. Keilir er einmitt keilulaga fjall (379 m) á Reykjanesskaganum, skammt frá hinu lífshættulega Kúagerði.
Keilir er lítið fjalla, en það er smá krókur að komast að því. Alls tók ferðin 2 klst. Það er ágætis rúntur. 18 mín tók að labba upp á góðum hraða. 9 mín tók að komast niður á helmingi meiri hraða.
Að lokinni fjallgöngu var síðan farið í Bláa Lónið. Þangað hafði ég ekki komið frá því um miðjan ágúst 1999, skömmu áður en ég fór til USA í fyrsta skipti.
Óðaverðbólga hefur myndast þarna fyrir utan Grindavík, og kostar nú 1.200 ISK í kvikindið. Lítið var um Íslendinga í lóninu. Mátti búast við því. Fín ferð, þreyttur í löppum og sæði í hári.
Laugardagur/kvöld:
Partí um kvöldið. Haldið í sveitinni að heimili Gráa Glæponsins. Allir mættir. Grill, og læti. Aðallega læti, en soldið grill.
Danni og Krissi skutu í golfbolta. "Slá í grasið", sagði Danni. Þetta var sögulegt. Danni er kominn með bakteríuna, en Krissi veiruna. Ég er með hvort tveggja.
Eftir mikla drykkju og rosa fjör var farið í bæinn. Destination Rex. Nú var búið að opna þennan fornfræga stað aftur eftir breytingar. Tókust þær vel.
Því næst var farið á Hressó. Þar var Crew-ið mætt. Stoppaði stutt. Fór heim með Hörpu rétt um 03:30.
Sunnudagur:
Af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum tókst Hörpu að vakna eldsnemma og fara í ræktina. Ég svaf til hádegis, og fékk svo Macca, og 2 exedrine.
Tók svo bæinn á þetta. Leitaði að celeb-um með tunguna úti. Þefandi. Sá eitthvað leikarapakk, en engan þingmann. Þeir vinna ekki um helgar.
Restin af deginum fer ekki í sögubækurnar.
Þetta var mín helgi.
Ég er Hagnaðurinn
... var með þeim betri í langan tíma.
Föstudagur:
Helgin var byrjuð á því að pirra sig á tölvumálum og internet-tengingu. Það er alltaf hressandi.
Síðan var snúið sér að flatböku-bakstri. Í veislu komu Danni og Kristjana, og Atli og Erna. Sex manns, tólf pítsur. Allir saddir, og allir glaðir.
Laugardagur:
Harpa fór snemma til vinnu, enda ofurkona. Hringdi hún og vakti mig snemma, enda engin ástæða til að sofa þegar vel viðrar úti. Það hefur viðrað vel til loftárása undanfarið.
Ég, Atli, Steini og Erna tókum okkur til og klifum Keili. Keilir er einmitt keilulaga fjall (379 m) á Reykjanesskaganum, skammt frá hinu lífshættulega Kúagerði.
Keilir er lítið fjalla, en það er smá krókur að komast að því. Alls tók ferðin 2 klst. Það er ágætis rúntur. 18 mín tók að labba upp á góðum hraða. 9 mín tók að komast niður á helmingi meiri hraða.
Að lokinni fjallgöngu var síðan farið í Bláa Lónið. Þangað hafði ég ekki komið frá því um miðjan ágúst 1999, skömmu áður en ég fór til USA í fyrsta skipti.
Óðaverðbólga hefur myndast þarna fyrir utan Grindavík, og kostar nú 1.200 ISK í kvikindið. Lítið var um Íslendinga í lóninu. Mátti búast við því. Fín ferð, þreyttur í löppum og sæði í hári.
Laugardagur/kvöld:
Partí um kvöldið. Haldið í sveitinni að heimili Gráa Glæponsins. Allir mættir. Grill, og læti. Aðallega læti, en soldið grill.
Danni og Krissi skutu í golfbolta. "Slá í grasið", sagði Danni. Þetta var sögulegt. Danni er kominn með bakteríuna, en Krissi veiruna. Ég er með hvort tveggja.
Eftir mikla drykkju og rosa fjör var farið í bæinn. Destination Rex. Nú var búið að opna þennan fornfræga stað aftur eftir breytingar. Tókust þær vel.
Því næst var farið á Hressó. Þar var Crew-ið mætt. Stoppaði stutt. Fór heim með Hörpu rétt um 03:30.
Sunnudagur:
Af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum tókst Hörpu að vakna eldsnemma og fara í ræktina. Ég svaf til hádegis, og fékk svo Macca, og 2 exedrine.
Tók svo bæinn á þetta. Leitaði að celeb-um með tunguna úti. Þefandi. Sá eitthvað leikarapakk, en engan þingmann. Þeir vinna ekki um helgar.
Restin af deginum fer ekki í sögubækurnar.
Þetta var mín helgi.
Ég er Hagnaðurinn
<< Home