fimmtudagur, júlí 08, 2004

Hárið... dómur !!!

Ég fór á forsýningu á Hárinu í gær ásamt Hörpu. Var þessi ferð í boði fjölmiðlarisans Norðurljós. Ástæðan er sú að bróðir minn nennti ekki að fara. Hann vinnur þar. Venjulegt miðaverð ku vera 3.500 ISK.

Sýningin var ekki alveg tilbúin í gærkvöldi, þrátt fyrir að frumsýning sé á föstudag, og því kannski nokkur atriði sem hefðu mátt vera aðeins betri. En það voru smáatriði. Segi ég, leikhússpekingurinn.

Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir verkinu. Selma, kona hans, fer með stórt hlutverk. Hilmir Snær er í hlutverki blökkumanns. Björn Thors er Berger, og Davíð, sonur biskupsins fer með hlutverk Voffa. Þá er þarna Sverrir Bergmann (hálslausi maðurinn sem lítur út eins og Beetlejuice) að gaula eitthvað, auk Helga Rafns, Idol stjörnu. Aðrir koma einnig við sögu.

Hljómsveitina skipa Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær og aðrir þungavigtarmenn.

Sýningin:
Sýningin er í Austubæ, gömlu Bíóborginni. Þangað hefur maður komið nokkrum sinnum áður, en aldrei eftir breytingar. Þær hafa tekist vel og er þetta bara hið fínasta leikhús. Segi ég, leikhússpekingurinn.

Hins vegar var alveg bullandi heitt þarna inn og það þarf að laga. Af mér draup sviti.

Ég sá ekki Hárið á sínum tíma. Ég fer sjaldan í leikhús (hence, leikhússpekingurinn). En ég veit hvað ég sé og hvað ég heyri.

Hárið var nokkuð skemmtilegt bara. Reyndar er þetta þannig séð ekki um neitt. Þetta er bara fólk að syngja, og í sumum tilfellum að gaula. Þess á milli er reynt að hafa skemmtilegar samræður. Það tókst nokkuð vel. Sérstaklega fannst mér Hilmir Snær skemmtilegur. Reyndar er hann eiginlega alltaf skemmtilegur. Þá átti biskupssonurinn ágæta spretti, en stundum átti hann að vera fyndinn, en bara var það ekki. Væntanlega ekki honum að kenna.

Í hnotskurn:
Ágætis skemmtun. Nokkur sterk lög sem voru vel flutt. Fólk að dansa í takt, en samt ekki alveg í takt. Tveggja tíma sýning. Einföld sviðsmynd.

70/100 *

Segi ég, leikhússpekingurnn.
Hagnaðurinn