þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Bjórrýni

Um helgina málaði ég dótaherbergi stelpnanna barbie-bleikt. Gústi bróðir hjálpaði til við fyrri umferðina, en semi þunnur Ommidonna mætti í þá seinni.

Þegar maður málar að kvöldi til (og jafnvel á öðrum tímum) þarf maður bjór við hönd. Ég fór í Heiðrúnu. Ég gerðist alþjóðlegur, var í tilraunagírnum og keypti 4 tegundir af bjór.

1. Föroya Veðrur Pilsnar. Færeyjar. Góður.
2. Moosehead Lager. Kanada. Fínn.
3. Saku Originaal. Eistland. Ekkert spes.
4. Budweiser Budvar. Tékkland. Góður.

Aðrar ferskar hugmyndir?

Efnisorð:

fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Lakers


Lakers hafa verið á óvenjulega og óvæntu rönni í síðustu leikjum, eftir að bæði Kobe og Bynum meiddust.

1. Fyrst mættu þeir Portland á útivelli, en þar höfðu Portland unnið Lakers í síðustu 15 af 17 leikjum, og 9 síðustu. Samt mæta Lakers á svæðið og pakka þeim saman, 99-82.

2. Næst taka Lakers á móti strákunum í San Antonio. Þar er sama saga, öruggur sigur 101-89 gegn fullmönnuðu liði Spurs.

3. Í nótt var svo heimsókn til mormónanna í Utah, en þeir höfðu unnið einhverja 10 leiki í röð, og voru sjóðandi heitir. En þetta var bara létt hjá Lakers, 96-81.

Að meðaltali 84 stig fengin á sig, miðað við 96,4 yfir tímabilið.

Hvað er þetta að segja okkur? Eru Lakers betri án Kobe og Bynum, getur það verið?
Eða var kannski meiddur Kobe ekki að gera nógu góða hluti, slæm hittni í mörgum leikjum, etc? Munu Lakers jafnvel verða óstöðvandi þegar hann snýr aftur eftir meiðslin?

Maður spyr sig.

All star helgin er svo framundan núna um helgina.
Þar verður Shannon "The human trampolin" Brown í aðalhlutverki.

Áfram Lakers.

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 09, 2010

Söndrusósa og Söndrudeig

Það stendur yfir pizza-einvígi: Hagnaðurinn vs. Ommidonna.
Í grunninn höfum við verið að nota sama hráefni; sömu uppskrift að deigi, sömu sósu, etc.
Hins vegar elda ég mínar pizzur á pizzasteini í ofni, en hann er hins vegar með pizzaofn.

Fyrir helgi vildi Ommidonna meina að hann væri búinn að fullkomna sínar pizzur, gaf þeim 10 í einkunn, og hélt því fram að hann væri betri pizzabakari en ég. Ég fagnaði þessari áskorun, og bauð honum í pizzaboð um helgina. En mig vantaði tromp á hendi.

Trompin voru tvö, bæði nýtt deig og ný sósa, og var hún Sandra pool-meistari svo elskuleg að senda mér uppskriftir; og það engin smá details (sem ég reyndar sleppi hér), og leyfði mér að deila þeim með ykkur.

Pizzadeig:
1 1/2 bolli heilhveiti
1 tsk salt
1 msk extra virgin ólífuolía
1 tsk þurrger (leyst upp í 1/2 bolla af rúmlega volgu vatni)
5 tsk clover honey (eða annað hunang)
Aðferð: Hveiti og salt blandað saman, hinu bætt í, hnoðað, látið hefast í 1 klst plús.
... þetta dugar í svona ca. eina og hálfa 12 tommu.

Pizzasósa:
1 msk ólífuolía
1 tsk choppaður hvítlaukur
2 plómutómatar (plómu mikilvægt)
1/2 msk þurrkaður basil
1/2 tsk oregano
1/2 tsk salt
1 msk tómat paste (ekki puré)

Aðferð: Hvítlaukur léttsteiktur í olíunni á pönnu. Hökkuðum plómutómötum bætt við, látið malla. Svo fara kryddin yfir, og að lokum paste-ið. Látið malla aðeins lengur.
... dugar einnig á ca. eina og hálfa 12 tommu.

Sjálfur mun ég ekki oftar kaupa tilbúna sósu né deig (sem ég hef reyndar aldrei gert).

Verði ykkur að góða.

Efnisorð: