þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Bjórrýni

Um helgina málaði ég dótaherbergi stelpnanna barbie-bleikt. Gústi bróðir hjálpaði til við fyrri umferðina, en semi þunnur Ommidonna mætti í þá seinni.

Þegar maður málar að kvöldi til (og jafnvel á öðrum tímum) þarf maður bjór við hönd. Ég fór í Heiðrúnu. Ég gerðist alþjóðlegur, var í tilraunagírnum og keypti 4 tegundir af bjór.

1. Föroya Veðrur Pilsnar. Færeyjar. Góður.
2. Moosehead Lager. Kanada. Fínn.
3. Saku Originaal. Eistland. Ekkert spes.
4. Budweiser Budvar. Tékkland. Góður.

Aðrar ferskar hugmyndir?

Efnisorð: