þriðjudagur, febrúar 09, 2010

Söndrusósa og Söndrudeig

Það stendur yfir pizza-einvígi: Hagnaðurinn vs. Ommidonna.
Í grunninn höfum við verið að nota sama hráefni; sömu uppskrift að deigi, sömu sósu, etc.
Hins vegar elda ég mínar pizzur á pizzasteini í ofni, en hann er hins vegar með pizzaofn.

Fyrir helgi vildi Ommidonna meina að hann væri búinn að fullkomna sínar pizzur, gaf þeim 10 í einkunn, og hélt því fram að hann væri betri pizzabakari en ég. Ég fagnaði þessari áskorun, og bauð honum í pizzaboð um helgina. En mig vantaði tromp á hendi.

Trompin voru tvö, bæði nýtt deig og ný sósa, og var hún Sandra pool-meistari svo elskuleg að senda mér uppskriftir; og það engin smá details (sem ég reyndar sleppi hér), og leyfði mér að deila þeim með ykkur.

Pizzadeig:
1 1/2 bolli heilhveiti
1 tsk salt
1 msk extra virgin ólífuolía
1 tsk þurrger (leyst upp í 1/2 bolla af rúmlega volgu vatni)
5 tsk clover honey (eða annað hunang)
Aðferð: Hveiti og salt blandað saman, hinu bætt í, hnoðað, látið hefast í 1 klst plús.
... þetta dugar í svona ca. eina og hálfa 12 tommu.

Pizzasósa:
1 msk ólífuolía
1 tsk choppaður hvítlaukur
2 plómutómatar (plómu mikilvægt)
1/2 msk þurrkaður basil
1/2 tsk oregano
1/2 tsk salt
1 msk tómat paste (ekki puré)

Aðferð: Hvítlaukur léttsteiktur í olíunni á pönnu. Hökkuðum plómutómötum bætt við, látið malla. Svo fara kryddin yfir, og að lokum paste-ið. Látið malla aðeins lengur.
... dugar einnig á ca. eina og hálfa 12 tommu.

Sjálfur mun ég ekki oftar kaupa tilbúna sósu né deig (sem ég hef reyndar aldrei gert).

Verði ykkur að góða.

Efnisorð: