fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Lakers


Lakers hafa verið á óvenjulega og óvæntu rönni í síðustu leikjum, eftir að bæði Kobe og Bynum meiddust.

1. Fyrst mættu þeir Portland á útivelli, en þar höfðu Portland unnið Lakers í síðustu 15 af 17 leikjum, og 9 síðustu. Samt mæta Lakers á svæðið og pakka þeim saman, 99-82.

2. Næst taka Lakers á móti strákunum í San Antonio. Þar er sama saga, öruggur sigur 101-89 gegn fullmönnuðu liði Spurs.

3. Í nótt var svo heimsókn til mormónanna í Utah, en þeir höfðu unnið einhverja 10 leiki í röð, og voru sjóðandi heitir. En þetta var bara létt hjá Lakers, 96-81.

Að meðaltali 84 stig fengin á sig, miðað við 96,4 yfir tímabilið.

Hvað er þetta að segja okkur? Eru Lakers betri án Kobe og Bynum, getur það verið?
Eða var kannski meiddur Kobe ekki að gera nógu góða hluti, slæm hittni í mörgum leikjum, etc? Munu Lakers jafnvel verða óstöðvandi þegar hann snýr aftur eftir meiðslin?

Maður spyr sig.

All star helgin er svo framundan núna um helgina.
Þar verður Shannon "The human trampolin" Brown í aðalhlutverki.

Áfram Lakers.

Efnisorð: