miðvikudagur, júní 27, 2007

Messi greinilega í stífu lyftingaprógrammi....

Efnisorð:

þriðjudagur, júní 26, 2007

Frábært að búa í Danmörku?

Ég held að það sé einhver misskilningur! Aldrei mun ég búa í landi sem hefur svona háa skatta.

Brúnar töggur?

Hvað varð eiginlega um brúnar töggur?

Ég hringdi í Nóa Síríus sjálfan í dag til að kanna málið. Samkvæmt Nóa var hætt að framleiða brúnar töggur fyrir rúmu ári síðan. Ástæðan ku vera léleg sala.

Þetta þykir mér skrítið, sérstaklega í ljósi þess að brúnar töggur eru mun betri en rauðar... en samt er enn framleitt rauðar. Svartar eru hins vegar svipaðar að styrkleika og brúnar.

Efnisorð:

Starting Lineup....

Bryant - Billups

Walton - GARNETT - Brown

Efnisorð:

mánudagur, júní 25, 2007

Henry!

Henry er mættur, 1 ári á eftir áætlun.
Toure er líka mættur, ungur og graður Toure.

Ég vona að þessi kaup og fleiri verði til þess að við þurfum ekki að horfa uppá Real viðbjóðina vinna titilinn aftur á næstu árum.

Efnisorð:

Af hverju ganga konur í háhæluðum skóm og mála sig?

... af því að þær eru litlar og ljótar!

sunnudagur, júní 24, 2007

Þreyta...

Úff, erfiður dagur!

* 10 tíma steady fyllerí í gær, 6 tíma svefn, 25 km hjólaðir í morgun, barnaafmæli og 18 holur í golfi. Þetta kalla ég gott dagsverk.

Efnisorð:

fimmtudagur, júní 07, 2007

Fréttatilkynning...

Það hefur fengist staðfest að 3rd Annual Clint Invitational Golfmótið verður haldið á Urriðavelli í sumar.

Nánari upplýsingar síðar.

Efnisorð:

þriðjudagur, júní 05, 2007

Facebook og myspace...

Jæja, social networking.

Stofnaði 2 síður í kvöld:
1) Facebook.
2) Myspace.

* Facebook síðan var stofnuð að undirlagi Ólafs Þórissonar. "Þetta er flottara og betra en myspace" - sagði Ólafur. Ég veit það ekki. Allavega er ég strax kominn "í contact við" nokkra aðila sem ég hef ekki heyrt í langa lengi. Gæti orðið sniðugt, kemur í ljós.

* Myspace? Já, ég hef aldrei almennilega áttað mig á þessu myspace dæmi öllu saman. Mér hefur fundist þetta allt hálf skrítið og asnalegt, en ég er tilbúinn að setja mína fordóma á hold. Ég ætla að gefa þessu smá tíma og sjá hvað gerist. Ef fólk vill adda mér, þá bara go ahead.

Hagnaðurinn

Efnisorð: ,

Váááá....

Kannski ekki fyrstur með fréttirnar, en váááááá!

Efnisorð:

mánudagur, júní 04, 2007

Sumarfrí...

Ég er á leiðinni í sumarfrí á föstudaginn!

Fyrst liggur leiðin til Kempervennen í viku. Þetta er frábær garður í suðurhluta Holland, ca. 10 km frá landamærum Belgíu. Ég hef komið þarna þrisvar og líkað vel.

Eftir það förum við í annað garð frá sama fyrirtæki. Sá heitir De Eemhof og er rétt hjá Amsterdam. Þar verðum við einnig í viku.

Mikið hlakka ég til.
Veðurspáin er að vísu ekkert spennandi akkúrat núna (þægilegur hiti en rigning) en það á eftir að breytast.

Hvað á svo að gera?
Hjóla, labba, skoða, versla, borða, drekka, keyra, slappa af og sitthvað fleira.

Efnisorð:

sunnudagur, júní 03, 2007

Hverjum þykir sinn fugl fagur...

Staðreyndin er hins vegar sú að sumir fuglar eru einfaldlega fallegri en aðrir.



Posted by Picasa

Sama og venjulega...

Ég endaði á Pizza King í hádeginu í dag. Eikaborgarar og Quiznos voru lokaðir af einhverri ástæðu.

Kallinn (eigandinn) spurði þegar ég mætti: "sama og venjulega?"

Ég veit ekki hvort þetta sé gott eða vont, en eitt veit ég... ég er kominn með það mikla viðskiptavild að ég get valið 4 álegg á verði 3.

Hagnaðurinn

Efnisorð:

laugardagur, júní 02, 2007

Dónó-djamm...

Undur og stórmerki gerast. Í gær var farið út að skemmta sér þriðju helgina í röð, sem hlýtur að teljast frétt eftir ansi rólegt djamm-vor.

Ég fór ásamt vinnunni, og við hófum leikinn á Dónó. Ég hafði heyrt býsna góðar sögur um þennan stað, svo væntingarnar voru nokkrar.
Við fengum:
a. Grillaðar grísalundir og "humar vs. svínarif" með balsamico sveppum og humargrísagljáa.
b. Tonka kryddað créme brulée með basilkrydduðum mangósorbet.

Þetta var mjög gott.

Einnig var sullað í bjór, rauðvíni og mojito (helvíti er sá drykkur góður). En svona mix er ekki gott uppá höfuðverk daginn eftir, sérstaklega þegar maður þarf að vakna klukkan 8. Auk þess var molotov kokteillinn ekki að gera neina sérstaka hluti fyrir mig.

Smá pöbbarölt. Byrjuðum á Oliver (hvað annað?). Fín stemning þar. Svo smá stopp á Vegamótum. Reyklaus miðbær, veiiiii.

Efnisorð: ,