laugardagur, júní 02, 2007

Dónó-djamm...

Undur og stórmerki gerast. Í gær var farið út að skemmta sér þriðju helgina í röð, sem hlýtur að teljast frétt eftir ansi rólegt djamm-vor.

Ég fór ásamt vinnunni, og við hófum leikinn á Dónó. Ég hafði heyrt býsna góðar sögur um þennan stað, svo væntingarnar voru nokkrar.
Við fengum:
a. Grillaðar grísalundir og "humar vs. svínarif" með balsamico sveppum og humargrísagljáa.
b. Tonka kryddað créme brulée með basilkrydduðum mangósorbet.

Þetta var mjög gott.

Einnig var sullað í bjór, rauðvíni og mojito (helvíti er sá drykkur góður). En svona mix er ekki gott uppá höfuðverk daginn eftir, sérstaklega þegar maður þarf að vakna klukkan 8. Auk þess var molotov kokteillinn ekki að gera neina sérstaka hluti fyrir mig.

Smá pöbbarölt. Byrjuðum á Oliver (hvað annað?). Fín stemning þar. Svo smá stopp á Vegamótum. Reyklaus miðbær, veiiiii.

Efnisorð: ,