þriðjudagur, maí 24, 2005

Ammonito...

... thad er ekkert floknara her a Internet Train i Florenze.

Godur hiti, fint vin. Mikid labbad.

Hef thetta ekki lengra i bili. Tharf ad fara ad finna bar fyrir annad kvold.

Tony Almeida

föstudagur, maí 20, 2005

Later...



Christian Slater

fimmtudagur, maí 19, 2005

Æjjj æjjj æjæjæj....


Hvað verður nú um öll Eurovision-partýin?

Hvað með öll Eurovision veðmálin?

Þetta er of fyndið til að vera satt.
Bjartsýnisverðlaun Bröste hljóta að renna til íslensku þjóðarinnar þetta árið!

"If I had your love....."
Hagnaðurinn
Eurovision:

Raunhæft??
8-9 sæti!!

Búningurinn:
Hallærislegur, en sjálfsagt töff í austanverði Evrópu. Tökum stig þar.

Lagið:
Leiðinlegt

Ætla ég að horfa:
Geri ekki ráð fyrir því.
Kobe Bryant á Ítalíu!!!


Ég velti fyrir mér:

Hvað gerist þegar Kobe hittir Kobe (körfuboltanafn Hagnaðarins)?? Ætli það sé svipað og þegar Jack Bauer hitti Jack Bauer? hahahahahaha...... shiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittttttttttt

Swishhhhhh,

Kobe Bryant

miðvikudagur, maí 18, 2005

2 dagar ....
Gengisþróun...

... hefur verið hagstæð undanfarna daga. Er svo komið að breska pundið er komið undir 120 á nýjan leik, og Evran stendur í ca. 82,5. Þá kostar bandaríkjadalur 65,5 krónur.

Þykja þetta nokkuð góð tíðindi í ljósi þess að ég mun þurfa að nota töluvert af þessum gjaldmiðlum á komandi tveimur vikum.

Kannski ekki skemmtilegt blogg, en fræðandi.
Það þarf líka stundum.
Hagnaðurinn

sunnudagur, maí 15, 2005

24 kvöld í kvöld !!!

6 þættir.
Grill.
Eftirréttur.

Ooohhhhhhhhhhhh

laugardagur, maí 14, 2005

Sideways...

... kemur út á mánudag.
Spurning um að kaupa kvikindið í London.

Jack: If they want to drink Merlot, we're drinking Merlot.
Miles Raymond: No, if anyone orders Merlot, I'm leaving. I am NOT drinking any fucking Merlot!

Besta mynd síðasta árs!
Hagnaðurinn

föstudagur, maí 13, 2005

Mismunun?

a) Frídagur verslunarmanna
b) Verkalýðsdagurinn
c) Sjómannadagurinn

Hvenær er frídagur bankamanna?
If you don´t watch 24; you don´t know Tony Almeida!
Síðasta próf allra tíma!

Alltaf gaman að hanga heima og lesa undir próf... og það í vinnurétti!!!
Núna er verið að kynna sér fæðingarorlof, orlofsrétt, uppsagnarfrest, stéttarfélög, kjarasamninga, hópuppsagnir, veikingarétt, vinnuslys, launamál, vinnutíma og fleira og fleira.

Ekki beint leiðinlegt efni.
Sér í lagi fróðlegt.
Á sjálfsagt eftir að nýtast einhvern tímann.

Þeir sem áhuga á að kynna sér vinnurétt sinn geta skoðað þessa síðu. Hafsjór upplýsinga. Spurning um að setja byggðarkvóta á þetta?

Ágætu vinir,
Hagnaðurinn kveður

miðvikudagur, maí 11, 2005

Fyndið eða ekki fyndið? ... (video, erlent, 6 mb.)

Hvað finnst þér?

þriðjudagur, maí 10, 2005

Inngangur:
Renée Zellweger er mín óuppáhalds-leikkona. Nýlega komst hún í fréttirnar fyrir að eiga í ástarsambandi við hinn geðþekka og frábæra Damien Rice. Í dag dró til tíðinda.

Meginmál:
Renée gifti sig nýlega, sem nánar má lesa um hér. Það besta er þó að Damien kom þar hvergi nærri. "Hinn heppni" er kántrísöngvari.

Óska ég þeim hjúum velfarnaðar í leik og starfi og óska þess einnig að kantrísöngvarinn finni upp einhverja leið til að koma í veg fyrir að Renée setji upp 'svipinn'.

Niðurstaða:
Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu.

sunnudagur, maí 08, 2005

Inngangur / Meginmál / Niðurstaða:
Ronaldinho er besti knattspyrnumaður heimsins!
Mark hans gegn Valencia í dag sannaði það endanlega.
Inngangur:
Spilamennska Liverpool hefur verið sveiflukennd á leiktímabilinu. í dag mættu Liverpool liði Arsenal í ensku deildinni.

Meginmál:
Arsenal 'dómineraði' fyrri hálfleikinn, þar sem heildarfótbolti (e. Total Football) var áberandi. Liverpool liðið spilaði illa og var á öðru stigi (e. level). Arsenal leiddi í hálfleik 2-0.

Í seinni hálfleik snerist dæmið við. Liverpool voru ákveðnir og áræðnir. Arsenal einbeittu sér að því að halda fengnum hlut. Bæði lið uppskáru eitt mark.

Niðurstaða:
Arsenal unnu 3-1. Verðskuldað.
Ef Liverpool ætlar að vinna Meistaradeildina þurfa þeir að mæta til leiks eins og í seinni hálfleik í dag.

laugardagur, maí 07, 2005

Inngangur:
Laugarásvideo segist hafa mesta úrval landsins af DVD myndum. Ég fór og lét reyna á málið.

Meginmál:
Ég er búinn að vera að leita mér að myndinni Il Postino á DVD, falleg ítölsk mynd frá árinu 1994. Er ég búinn að hringja víða, og hvergi er hún til. En þar sem ég átti leið um Sæbrautina á þessu fallega en kalda laugardagskvöldi ákvað ég að droppa við, enda er þessi leiga vel merkt í gulu: Mesta úrval landsins af DVD myndum.

Kom á daginn að myndin var ekki til. Hins vegar var hún til á VHS. Spekúleraði starfsmaðurinn að myndin hafi aldrei verið gefin út á DVD. Ég leiðrétti hann. Hún var víst gefin út. Ég mun væntanlega bara kaupa mér hana í HMV á 8 pund.

Einnig. Laugarásvideo er með díl í gangi. Þú leigir mynd á einhvern 400-500 kall og þarft aldrei að skila henni. Í mínum orðaforða kallast það að kaupa mynd.

Niðurstaða:
Það "besta" eða "mesta" er aldrei nógu gott. Alltaf má gera betur. Bæta þarf orðanotkun þjóðarinnar.

föstudagur, maí 06, 2005

HAHAHA...

... þetta er of fyndið. (Video, hljóð möst, erlent niðurhal)

Sjitturinn titturinn.
Drive me Crazy.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, maí 04, 2005

The day after yesterday...

= Today

Gæsahúð. (Video, hljóð nauðsynlegt, erlent niðurhal)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Liverpool...

... er annað af tveimur bestu liðum Evrópu. Það er bara þannig.

Jamie Carragher og Steven Gerrard eru yfirburðamenn hjá liðinu. Það er bara þannig.

Þetta voru staðreyndir dagsins,
Hagnaðurinn

sunnudagur, maí 01, 2005

Ísland í dag...

... Hagnaðurinn brá sér í svona prófloka-djamm á föstudagskvöldið. Var það haldið heima hjá Guðbjörgu, vinnufélaga mínum, sem einmitt býr í risastóru húsi rétt fyrir ofan Ingólfstorg. Þótti teitið heppnast vel, enda var ekki farið í bæinn fyrr en þegar farið var að líða á fjórða tímann, AM.

Ég hitti Baldur Knútsson og við fórum yfir stöðuna. Erum við alla jafna nokkuð sammála og stöðuna, og því þurfti eiginlega ekki að deila um stöðuna; meira svona að benda á það hver staðan væri. Þið skiljið.

************************************

Vegna þynnku/þreytu var ekki farið í golf í gær. Þess í stað var horft á bitlaust lið Liverpool gera sanngjarnt jafntefli við bitlaust og leiðinlegt Boro lið.
Boro=boring!

************************************

Í gærkvöldi var svo farið í brúðkaup til Dodda og Guðrúnar, en þau þekkjum við frá Myrtle Beach árunum. Þau voru gefin saman í Háteigskirkju, en það er einmitt nokkuð flott kirkja, svona í einfaldleika sínum. Kirkju-brúðkaup eru annars ekki mitt cup of tea. En það er annað mál.

Veislan var svo haldin í sal Hjartaverndar, en það er glæsilegur salur í Kópavogi. Þetta var standandi veisla, og þótti mér það nokkuð sniðugt. Hefur marga kosti umfram sitjandi brúðkaup. Meiri svona samskipti og flæði á fólki, sem gerði þessa veislu skemmtilega og lifandi.

Doddi og Guðrún eru með fínasta fólki sem ég þekki, og ég óska þeim til hamingju með þennan áfanga.

************************************

Í dag var svo farið í fyrstu golf-ferð ársins.

Spilað var í Þorlákshöfn, en þann völl er einmitt búið að stækka uppí 18 holur. Völlurinn í Þorlákshöfn er erfiðasti golfvöllur landsins punktur

Ég var mjög stabíll, og spilaði illa allan tímann. Fyrir utan síðasta högg dagsins. Bjargaði deginum!

************************************

Í spilaranum:
Requiem for a Dream - Soundtrack
Gullmoli

Kær kveðja,
Haukur Hagnaður